Ferrell og Reilly í Holmes & Watson

Eftir að hafa náð vel saman í Talladega Nights og Step Brothers ætla Will Ferrell og John C. Reilly að leiða saman hesta sína á nýjan leik í gamanmyndinni Holmes & Watson. stepbrothers

Myndin er eins og nafnið gefur til kynna byggð á sögu Arthur Conan Doyle um spæjarann Sherlock Holmes. Myndin verður með svokallaðan PG-13-stimpil vestanhafs sem þýðir að atriði í henni eru ekki við hæfi barna yngri en 13 ára, samkvæmt frétt Deadline.

Leikstjóri verður Etan Cohen sem leikstýrði Get Hard með Will Ferrell og Kevin Hart í aðalhlutverkum.

Ferrell og Reilly eru sagðir hafa leitað í þó nokkur ár að rétta verkefninu til að vinna saman og núna er það komið í höfn.

Ferrell mun leika Holmes og Reilly verður aðstoðarmaður hans, læknirinn Watson.