Eurovision-myndin komin með útgáfudag – og tónlistarmyndband

Íslendingar bíða eflaust margir hverjir spenntir eftir Eurovision-gamanmyndinni frá Netflix með Will Ferrell og Rachel McAdams í aðalhlutverkum. Héldu ýmsir að til stæði að afhjúpa myndina nú í maí en nú hefur Ferrell sjálfur gefið upp að myndin verði gefin út þann 26. júní næstkomandi á streymið.

Má þess geta að fullt nafn kvikmyndarinnar er Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga

Eins og víða hefur verið greint frá fjallar gamanmyndin um Íslendinga sem eiga sér þann heita draum að taka þátt í söngvakeppninni stóru – og sigra hana!

Tökur fóru fram í fyrrasumar í London, Edinborg og við Húsavík. Á meðal íslenskra leikara í Eurovision eru Arnar Jónsson, Arnmundur Ernst Björnsson, Álfrún Rose, Björn Hlynur Haraldsson, Björn Stefánsson, Hannes Óli Ágústsson, Hlynur Þorsteinsson, Jói Jóhannsson, Nína Dögg Filippusdóttir og Ólafur Darri Ólafsson.

Sjá einnig: Hlustaðu á „íslenska“ lagið úr Eurovision-myndinni