Nýtt í bíó: Holmes and Watson

Í dag frumsýnir Sena gamanmyndina Holmes and Watson í Smárabíói, Háskólabíói, Borgarbíói Akureyri og í Laugarásbíói.  Í myndinni snúa þeir aftur gríntvíeykið Will Ferrell og John C.Reilly, en þeir hafa áður leikið saman í myndunum Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby, og Step Brothers. Hér er sögð grínútgáfa af sögunum um einkaspæjarann Sherlock Holmes og aðstoðarmanninn Doctor Watson. […]

Ferrell með enskan framburð í fyrstu stiklu úr Holmes and Watson

Fyrsta stiklan úr gamanmyndinni Holmes and Watson, með grín-tvíeykinu Will Ferrell og John C. Reilly, sem áður hafa ruglað saman reitum í myndum eins og Talladega Nights og Step Brothers, er komin út. Eins og sjá má í stiklunni gera þeir félagar grín að rannsóknarlögreglumanninum Sherlock Holmes og félaga hans Dr. Watson, sem koma fyrir […]

Ferrell og Reilly í Holmes & Watson

Eftir að hafa náð vel saman í Talladega Nights og Step Brothers ætla Will Ferrell og John C. Reilly að leiða saman hesta sína á nýjan leik í gamanmyndinni Holmes & Watson.  Myndin er eins og nafnið gefur til kynna byggð á sögu Arthur Conan Doyle um spæjarann Sherlock Holmes. Myndin verður með svokallaðan PG-13-stimpil […]

John C. Reilly í Wreck-it Ralph 2

John C. Reilly, sem lék aðalhlutverkið í myndinni um Rústarann Wreck it Ralph, sem frumsýnd var árið 2012, hefur tilkynnt opinberlega að von sé á framhaldi á þessari skemmtilegu teiknimynd. Myndin fjallar um persónu í tölvuleik sem rústar byggingu sí og æ, en þráir ekkert heitar en vera elskaður og dáður. Orðrómur hefur verið í […]

Ferrell og Reilly saman á ný

Gamanleikararnir Will Ferrell og John C. Reilly, sem hafa leikið saman í Step Brothers og Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby, ætla að hefja samstarf á ný. Myndin ber heitið Border Guards og fjallar um tvo mislukkaða vini sem ákveða að gefa lífinu gildi með því að vernda Bandaríkinn frá ólöglegum innflytjendum. Allt kemur fyrir ekki […]

Þriðja myndin með Ferrell og Reilly

Will Ferrell og John C. Reilly, sem hafa leikið saman í Step Brothers og Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby, ætla að hefja samstarf í þriðja sinn. Myndin nefnist Devil´s Night og verður Ferrell framleiðandi ásamt Adam McKay, leikstjóra Anchorman 2: The Legend Continues og Step Brothers. Samkvæmt The Wrap fjallar Devil´s Night um […]

Reilly leikur í Guardians of the Galaxy

Staðfest hefur verið að John C. Reilly leiki í myndinni Guardians of the Galaxy sem Marvel er með í undirbúningi. Orðrómur hafði verið uppi í nokkurn tíma um að Reilly myndi leika í myndinni. Hann mun leika Rhomann Dey, sem svipar til Agent Coulson úr Avengers-myndunum. Benicio Del Toro, Glenn Close, Chris Pratt, Zoe Saldana, […]

Wreck-it-Ralph stikla brýtur sér leið inn á netið

Loksins er komin stikla fyrir nýjustu teiknimynd Disney sem heitir því sérkennilega nafni Wreck-It-Ralph (með bandstrikum og alles). Myndin fjallar um tölvuleikjapersónuna Ralph sem er ósáttur með hvernig honum er aldrei hrósað fyrir starf sitt sem illmenni leikjarins Fix it Felix, en nú heldur hann til framandi heima annarra leikja til að freista gæfunnar. Þetta […]

Brjálaðir foreldrar frá Roman Polanski

Leikstjórinn Roman Polanski er heldur umdeildur, en þrátt fyrir það hafa myndir hans oftar en ekki hlotið lof gagnrýnenda og á hann ekki erfitt með að fá leikara til sín. Næsta mynd hanns, Carnage, er gott dæmi um það. Myndin fjallar um tvö hjón í New York sem hittast eitt kvöld til að ræða börn […]