Þriðja myndin með Ferrell og Reilly

Will Ferrell og John C. Reilly, sem hafa leikið saman í Step Brothers og Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby, ætla að hefja samstarf í þriðja sinn.

step

Myndin nefnist Devil´s Night og verður Ferrell framleiðandi ásamt Adam McKay, leikstjóra Anchorman 2: The Legend Continues og Step Brothers.

Samkvæmt The Wrap fjallar Devil´s Night um þá Leonard og Gabe sem urðu góðir vinir á „Djöfalkvöldinu“ þegar þeir voru litlir en slitu vinskapnum á sama kvöldi fimmtán árum síðar.

John C. Reilly hefur nýlokið tökum á ofurhetjumyndinni Guardians of the Galaxy. Ferrell snýr aftur í desember sem Ron Burgundy í Anchorman 2. Orðrómur er uppi um að Reilly verði þar í feluhlutverki.