Reilly leikur í Guardians of the Galaxy

Staðfest hefur verið að John C. Reilly leiki í myndinni Guardians of the Galaxy sem Marvel er með í undirbúningi.

john reilly

Orðrómur hafði verið uppi í nokkurn tíma um að Reilly myndi leika í myndinni.

Hann mun leika Rhomann Dey, sem svipar til Agent Coulson úr Avengers-myndunum.

Benicio Del Toro, Glenn Close, Chris Pratt, Zoe Saldana, Lee Pace og Michael Rooker hafa einnig verið ráðin í Guardians of the Galaxy.

Myndin verður frumsýnd í N-Ameríku 1. ágúst 2014.