Holbrook í viðræðum vegna Predator

Boyd Holbrook úr sjónvarpsþáttunum Narcos er í viðræðum um að leika í hasarmyndinni Predator. Benicio Del Toro var áður sagður í viðræðum vegna hlutverksins en talið er að kvikmyndaverið Fox vilji frekar ráða Holbrook. holbrook

Holbrock er heitur þessa dagana því hann hefur þegar verið ráðinn í hlutverk Donald Pierce í X-Men-myndinni Logan sem er væntanleg frá Fox.

Shane Black, sem lék lítið hlutverk í Predator sem kom út 1987 með Arnold Schwarzenegger í aðalhlutverki, leikstýrir nýju myndinni.

Ekkert hefur verið gefið upp um söguþráðinn en handritshöfundur er Fred Dekker.

Myndin er væntanleg á hvíta tjaldið í febrúar árið 2018.