Ferrell og Reilly saman á ný

stepbrothersGamanleikararnir Will Ferrell og John C. Reilly, sem hafa leikið saman í Step Brothers og Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby, ætla að hefja samstarf á ný.

Myndin ber heitið Border Guards og fjallar um tvo mislukkaða vini sem ákveða að gefa lífinu gildi með því að vernda Bandaríkinn frá ólöglegum innflytjendum. Allt kemur fyrir ekki og enda þeir í Mexíkó allslausir og án skilríkja. Það reynist þeim því þrautinni þyngri að komast aftur í heimalandið.

Leikstjóri Anchorman 1 & 2, Adam McKay, mun leikstýra myndinni og sér hann einnig um framleiðsluna, ásamt Ferrell.

Reilly sést næst í ofurhetjumyndinni Guardians of the Galaxy. Ferrell er með nokkur verkefni á döfinni og má þar taka fram gamanmyndina Daddy’s Home, sem skartar einnig leikaranum Vince Vaughn.