Fyrsta kitlan úr Zoolander 2

Fyrsta kitlan úr gamanmyndinni Zoolander 2 er komin á netið. Stephen Hawkins-rödd kemur við sögu í kitlunni og einnig hin „fáránlega myndarlega“ en nautheimska karlkyns fyrirsæta Derek Zoolander. Zoolander-1

Fjórtán ár eru liðin síðan hin vinsæla Zoolander kom út og hafa margir beðið spenntir eftir framhaldsmyndinni. Í henni fara þau Ben Stiller, Owen Wilson, Kristen Wiig, Will Ferrell, Pelelope Cruz og Olivia Munn með helstu hlutverk.

Í Zoolander 2 eru þeir Derek og Hansel enn að störfum sem fyrirsætur. Fyrirtæki sem er í samkeppni við þá reynir að þvinga þá út úr bransanum.

Stiller leikstýrir myndinni, sem kemur í bíó í febrúar á næsta ári.