Tímaflakk á miðnætti – Nýr hlaðvarpsþáttur

Midnight in Paris eftir Woody Allen er umfjöllunarefni Péturs Hreinssonar og Þórodds Bjarnasonar í nýjum hlaðvarpsþætti Kvikmyndir.is sem nú er hægt að hlusta á hér á síðunni, og einnig á iTunes, Spotify, og öðrum helstu hlaðvarpsveitum. Midnight in Paris er uppáhaldskvikmynd Péturs. Woody Allen fékk Óskarsverðlaunin fyrir handrit myndarinnar á Óskarsverðlaunahátíðinni í febrúar árið 2012, […]

Hugljúft undur

Í stuttu máli er „Wonder“ afar hugljúf mynd sem ætti að snerta flesta hjartastrengi. Auggie litli (Jacop Trembley) byrjar bráðlega í grunnskóla og hann er frekar stressaður yfir því. Stráksi fæddist með sjaldgæfan litningagalla sem afmyndaði andlit hans og jafnvel eftir tugi aðgerða lítur hann ekki út eins og flestir. Tilveran er erfið fyrst um […]

Zoolander á forsíðu Vogue

Ben Stiller og Penelope Cruz eru á forsíðu tímaritsins Vogue í tilefni hinnar væntanlegu Zoolander 2. Þar eru þau í gervum Derek Zoolander og Valentina, aðalpersónum myndarinnar ásamt Hansel sem Owen Wilson leikur. Þetta er í fyrsta sinn sem hin fáránlega myndarlega karlfyrirsæta Zoolander kemst á forsíðu Vogue. Derek og Hansel gengu einnig eftir tískupallinum […]

Nýtt plakat úr Zoolander 2

Nýtt plakat úr Zoolander 2 er komið út. Þar sjást karlfyrirsæturnar Derek Zoolander og Hansel aftan á Scooter-hjóli með Valentina við stýrið. Með hlutverk Zoolander og Hansel fara sem fyrr Ben Stiller og Owen Wilson en Penelope Cruz leikur Valentina. Zoolander 2, sem er væntanleg í febrúar, er fyrsta myndin sem Stiller leikstýrir síðan hann […]

Vinsælasta gamanstiklan frá upphafi

Stiklan úr Zoolander 2 er vinsælasta stiklan úr gamanmynd frá upphafi. Þessu greindi kvikmyndaverið Paramount Pictures frá í dag.  Samanlagt hefur verið horft á stikluna 52,2 milljón sinnum á netinu síðan kom út 18. nóvember, eða á aðeins einni viku. Ben Stiller leikstýrir myndinni og leikur einnig aðalhlutverkið á móti Owen Wilson. Á meðal annarra leikara eru […]

Fyrsta kitlan úr Zoolander 2

Fyrsta kitlan úr gamanmyndinni Zoolander 2 er komin á netið. Stephen Hawkins-rödd kemur við sögu í kitlunni og einnig hin „fáránlega myndarlega“ en nautheimska karlkyns fyrirsæta Derek Zoolander.  Fjórtán ár eru liðin síðan hin vinsæla Zoolander kom út og hafa margir beðið spenntir eftir framhaldsmyndinni. Í henni fara þau Ben Stiller, Owen Wilson, Kristen Wiig, Will Ferrell, […]

Zoolander á tískusýningu í París

Óvæntir gestir stigu á stokk á tískusýningu Valentino í París í dag. Ben Stiller og Owen Wilson voru þar mættir í hlutverkum sínum úr gamanmyndinni Zoolander, sem var frumsýnd árið 2001. Stiller leikstýrði myndinni, skrifaði handritið og lék titilhlutverkið, karlfyrirsætuna Zoolander. Gjörningurinn var til þess að auglýsa framhaldsmyndina sem er væntanleg í febrúar á næsta ári. Í nóvember […]

Fellur fyrir vændiskonu – fyrsta stikla!

Fyrsta stiklan úr fyrstu mynd leikstjórans Peter Bogdanovich í 13 ár, She´s Funny That Way, er komin út, en myndin skartar stórum hópi þekktra leikara. Í myndinni, sem fjallar um samskipti kynjanna, koma saman á ný þau Marley & Me leikararnir Owen Wilson og Jennifer Aniston, en auk þeirra leika í myndinni þau Imogen Poots, […]

Vinátta og blákaldur veruleiki

Gamanleikararnir Owen Wilson og Zach Galifianakis leika aðalhlutverkin í kvikmyndinni Are You Here, sem er dramamynd með gamansömu ívafi. Myndin fjallar um vináttu þeirra Steve (Wilson) og Ben (Galifianakis), en sá síðarnefndi missir föður sinn og fær mikla peninga í arf. Ýmsir erfiðleikar fylgja í kjölfarið, þar á meðal sættir systir hans sig ekki við […]

Owen Wilson og Jim Carrey saman í svikagríni

Owen Wilson, sem skemmtir nú bíógestum í Google-gamanmyndinni The Internship, hefur skrifað undir samning um að leika á móti Jim Carrey í gamanmynd sem ekki hefur enn fengið nafn, en verður leikstýrt af leikstjóra Napoleon Dynamite, Jared Hess.  Myndin verður byggð á upprunalegu handriti eftir Emily Spivey, en handritið fyrir myndina sjálfa skrifa Chris Bowman og […]

Vaughn og Owen í The Internship – Stikla

Ný stikla er komin úr gamanmyndinni The Internship með Wedding Crashers-félögunum Vince Vaughn og Owen Wilson í aðalhlutverkum. Þeir leika sölumenn sem eiga erfitt með að aðlagast hinum stafræna heimi. Þeir ákveða að sækja um starfsnám hjá Google og verða að keppa við heilan her af eldkláru ungu fólki. Myndin kemur í bíó í júlí […]

Aniston verður meðferðarfulltrúi

Jennifer Aniston hefur tekið að sér hlutverk meðferðarfulltrúa sem á móður sem er í áfengismeðferð, í gamanmyndinni She´s Funny That Way ( einnig þekkt sem Squirrels To Nuts ) sem leikstýrt verður af Peter Bogdanovich. Bogdanovich og Louise Stratten skrifa handritið. Aðrir leikarar í myndinni verða Owen Wilson, Jason Schwartzman, Cybil Shepherd, Eugene Levy, Kathryn […]

Nýjar upplýsingar komnar um Zoolander 2

Það eru liðin þrjú ár síðan að Ben Stiller staðfesti að hann væri að vinna að framhaldi af gamanmyndinni Zoolander. Síðan þá hafa upplýsingar fyrir myndina komið í hófi og hefur það ekkert breyst nú. MTV náði tali af Owen Wilson fyrr í vikunni við blaðamannafund varðandi nýjustu gamanmynd hans, The Big Year, og eftir […]

Stiller segir tökur á Zoolander 2 hafnar

Gamanleikarinn Ben Stiller lét hafa það eftir sér í viðtali við tímaritið Closer að tökur á Zoolander 2 séu nú þegar hafnar. Kvikmyndaverið Paramount Pictures treysti sér ekki til að fjármagna framhaldið í fyrstu, en þeir töldu Zoolander ekki hala inn nógu miklum pening til að réttlæta það, en það virtist breytast þegar þeir fengu […]

Stikla úr Cars 2 rennur í hlað

Framhaldið af Pixar-myndinni Cars nálgast óðfluga, enda var fyrri myndin gríðarlega vinsæl þegar hún kom út árið 2006. Ný stikla, eða trailer, úr Cars 2 hefur lent á netinu, nánar tiltekið JoBlo.com og það virðist vera sama fjörið á glæsiköggunum úr fyrri myndinni. Leikararnir sem ljáðu bílunum raddir sínar snúa hér aftur, þau Owen Wilson, […]