Vaughn og Owen í The Internship – Stikla

Ný stikla er komin úr gamanmyndinni The Internship með Wedding Crashers-félögunum Vince Vaughn og Owen Wilson í aðalhlutverkum.

Þeir leika sölumenn sem eiga erfitt með að aðlagast hinum stafræna heimi. Þeir ákveða að sækja um starfsnám hjá Google og verða að keppa við heilan her af eldkláru ungu fólki.

Myndin kemur í bíó í júlí og bíða aðdáendur Vaughn og Wilson vafalítið spenntir eftir henni.

Skoðaðu stikluna hér fyrir neðan: