Wedding Crashers
2005
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 5. ágúst 2005
Life´s a Party. Crash it.
119 MÍNEnska
75% Critics
70% Audience
64
/100 Skilnaðarsáttasemjararnir John Beckwith og Jeremy Grey eru viðskiptafélagar og æskuvinir, sem eiga sama áhugamál, að mæta óboðnir í brúðkaup hjá ókunnugum! Það er alveg sama hvaða fólk það er sem er að gifta sig, af hvaða kynþætti það er eða hvaða trúarbrögð það aðhyllist, þeir ná alltaf að beita fyrir sig sinni heillandi framkomu og persónutöfrum... Lesa meira
Skilnaðarsáttasemjararnir John Beckwith og Jeremy Grey eru viðskiptafélagar og æskuvinir, sem eiga sama áhugamál, að mæta óboðnir í brúðkaup hjá ókunnugum! Það er alveg sama hvaða fólk það er sem er að gifta sig, af hvaða kynþætti það er eða hvaða trúarbrögð það aðhyllist, þeir ná alltaf að beita fyrir sig sinni heillandi framkomu og persónutöfrum til að passa inn í hópinn, og slá í gegn, en markmið þeirra er svo að krækja sér í stelpur. Í lokin á einu brúðkaupstímabilinu kemst Jeremy að því að dóttir fjármálaráðherra Bandaríkjanna, og eiginkonu hans Kathleen, er að fara að gifta sig, og að brúðkaupið verður líklega aðal viðburðurinn í lífi fína fólksins í Washington DC það árið. Eftir að hafa læðst inn í veisluna þá reyna þeir við tvær brúðarmeyjar, systurnar Claire og Gloria Cleary. Jeremy hrífst af Gloria, en John hrífst af Claire, en fjótlega kemst hinn oflátungslegi kærasti hennar að öllu saman, Sack. John sannfærir hinn hikandi Jeremy, eftir að John er orðinn verulega hrifinn af Claire, að breyta reglunum sem þeir settu sér og samþykkja boð um helgarfrí á sumardvalarstað Cleary fjölskyldunnar. Þegar þeir eru komnir þangað fer ýmislegt úrskeiðis í samskiptum við hina óvenjulegu Cleary fjölskyldu, en þeir læra einnig ýmsar lexíur um ást og sambönd.... minna