Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Clay Pigeons 1998

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 19. febrúar 1999

Lester Long never forgets a friend

104 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 61% Critics
The Movies database einkunn 46
/100

Clay er ungur maður sem býr í smábæ, og verður vitni að því þegar vinur hans fremur sjálfsmorð útaf sambandi eiginkonu hans og Clay. Clay, sem nú finnur til sektar, hafnar frekara kynferðissambandi við ekkjuna sem gengur hart eftir því að samband þeirra haldi áfram. Inn í þetta blandast raðmorðingi sem verður vinur Clay, og myrðir ekkjuna fyrir hann ...... Lesa meira

Clay er ungur maður sem býr í smábæ, og verður vitni að því þegar vinur hans fremur sjálfsmorð útaf sambandi eiginkonu hans og Clay. Clay, sem nú finnur til sektar, hafnar frekara kynferðissambandi við ekkjuna sem gengur hart eftir því að samband þeirra haldi áfram. Inn í þetta blandast raðmorðingi sem verður vinur Clay, og myrðir ekkjuna fyrir hann ... en ekki af því að Clay hafi sérstaklega óskað eftir því. En það skiptir lögregluna engu máli, en hún,og hin reynda alríkislögreglukona sem rannsakar málið, grunar Clay um ódæðið. Samt sem áður segir Clay þeim ekki frá "vini" sínum, sem hafði viðurkennt fyrir honum að vera raðmorðingi, sérstaklega vegna þess að Clay lítur á sig sem einskonar vitorðsmann í glæpnum, þar sem hann virðist hafa kynnt hverja einustu ungu konu sem raðmorðinginn hefur drepið, fyrir honum ... í raun, þá segir lögreglustjórinn sem svo að hann voni að Clay hætti að finna öll fórnarlömbin, sem er einmitt það sem hann gerir alltaf. En í lokin þá tekst Clay að hætta að vera ginningarfífl og við fáum að sjá mjög óvæntan endi.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Mjög sérstök blanda af spennutrylli og grínmynd, í raun nokkurs konar svört kómedía. Myndin segir frá ungum manni sem lendir í vondum málum þegar hann kynnist náunga sem í fyrstu virðist mjög viðkunnalegur en er ekki allur þar sem hann er séður. Í stuttu máli er þetta áhugaverð, spennandi og oft á tíðum fyndin mynd. Vince Vaughn fer á kostum sem þessi skuggalegi náungi og sýnir mikil tilþrif, það verður gaman að sjá hann í Psycho endurgerðinni sem Norman Bates. Janeane Garofalo fer einnig með hlutverk FBI lögreglukonu og skilar sínu frábærlega. Myndin er í stuttu máli ágætisafþreying og hún fær þrjár stjörnur hjá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn