Náðu í appið
Bönnuð innan 14 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirMyndin vísar til eða sýnir notkun vímuefnaÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Change-Up 2011

(Change-Up)

Aðgengilegt á Íslandi

Frumsýnd: 26. ágúst 2011

Who says men can't change?

112 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 26% Critics
Rotten tomatoes einkunn 47% Audience
The Movies database einkunn 39
/100

Mitch og Dave hafa verið bestu vinir frá því að þeir voru börn, en í gegnum árin hafa þeir fjarlægst hvorn annan. Kannski af því að líf þeirra eiga fátt sameiginlegt. Dave er útúrstressaður lögfræðingur, eiginmaður og þriggja barna faðir. Mitch er einhleypur, lausráðinn og hagar sér um margt eins og unglingur, enda hefur hannaldrei tekist á við neinar... Lesa meira

Mitch og Dave hafa verið bestu vinir frá því að þeir voru börn, en í gegnum árin hafa þeir fjarlægst hvorn annan. Kannski af því að líf þeirra eiga fátt sameiginlegt. Dave er útúrstressaður lögfræðingur, eiginmaður og þriggja barna faðir. Mitch er einhleypur, lausráðinn og hagar sér um margt eins og unglingur, enda hefur hannaldrei tekist á við neinar skuldbindingar eða borið ábyrgð á öðrum en sjálfum sér. Eitt kvöldið detta þeir félagarnir í það og bera saman bækur sínar. Hvor öfundar hinn af því lífi sem hann lifir og við það að pissa í það sem reynist vera óskabrunnur mun líf þeirra taka ófyrirséðum stakkaskiptum. Morguninn eftir vakna þeir hvor í líkama hins og tapa sér algjörlega. Þrátt fyrir að breytingin sé kærkomin og spennandi að mörgu leiti, þar sem Dave getur til að mynda reynt við samstarfskonu sína, sem hann hefur dreymt um, þar sem hann er í líkama Mitch, þá komast þeir fljótlega að því að líf hins er á engan hátt eins frábært og það leit út fyrir að vera.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Fínasta gamanmyndin
Opnunarsena The Change-Up er óþolanleg að öllu leyti. Það vantar ekki nema hláturinn undir. Reyndar eru flest atriðin sem tengjast litlu börnunum tveimur mjög sitcom-leg og á mjög barnalegan hátt. Það er langstærsti galli myndarinnar. Svo er litla stelpan heldur ekkert það heillandi en söguþráðurinn í kringum hana er þó mjög ágætt og boðskapurinn er skemmtilega illur. Aðalplottið sjálft er eins fáranlegt og það gerist og öll raunsæismörk eru brotin enda er þetta líkamsskiptingamynd.

Ryan Reynolds er langskemmtilegasti hlutur myndarinnar. Hann sannar enn eitt sinn í viðbót að hann er einn besti leikari sinnar kynslóðar og helvíti fjölhæfur líka. Comedy timingið hans er frábært og það er með ólíkindum hvað hann getur látið meðalgóðar línur verið sprenghlægilegar (ræðan um höfrungana t.d.). Mér líkar alveg við Jason Bateman en Ryan er svo mun betri þegar kemur að atriðum með þeim tveim. Hinsvegar var Bateman óvenju hress og skemmtilegur sem karakter Ryan Reynolds og brýst þar með út fyrir karakterinn sem hann hefur skapað sér þótt að karakter Jason Batemans (alvöru) er bara hinn sami gamli og byrjaði í Arrested Development. Hann á nokkrar góðar línur en honum vantar alveg húmorinn sem Ryan bætir við í línurnar.

Myndin byrjar frekar illa, svosem ekki hræðileg, alveg skemmtileg, vantar smá upp á húmorinn sem lagast samt alveg með tímanum og nærkomu Reynolds. Seinni helmingurinn er muuuuun betri og minna dramatísku atriðin á eitthvað sem Judd Apatow myndi gera (enda Leslie Mann á staðnum) og þau náðu virkilega til mín. Svo fannst mér tónlistin líka mun skemmtilegri og meira hæfandi myndinni í seinni helming og hún gerði slatta fyrir hana. Þrátt fyrir að vera klisja eru allar persónurnar svo áhugaverðar og skemmtilegar að ég datt alveg inní atburðarrásina. Leslie Mann kemur til dæmis með mjög kröftugan leik og nokkur grípandi atriði.

Hefði myndin kannski verið aðeins fyndnari eða aðallega bara sleppt ákveðum húmor sem skemmdi svolítið fyrir og minnkaði tilfinningagildið gæti ég hiklaust mælt mikið með þessari. Hinsvegar er hún mjög fín og mun skárri en ég bjóst við og skildi mig eftir í góðu skapi þannig að ég gef henni létt meðmæli fyrir góðar persónur, fyndinn Reynolds (já, ég elska þennan leikara!) og misfyndinn húmor.

7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Byrjar illa en batnar svo með tímanum
Ef The Change-Up er eitthvað sem kemur þér reglulega á óvart þá er ég nokkuð hræddur um að þú hafir ekki horft á mikið af bíómyndum. Hún vekur upp ákveðinn undirgeira sem hefur reglulega legið í dvala síðan á níunda áratugnum: líkamsskiptamyndir. Stöku sinnum fáum við eina slíka en voða sjaldan sér maður þær heppnast vel, og ástæðan er oftast sú að formúlan missir alveg dampinn áður en helmingur er liðinn af lengdartímanum. Við vitum líka alveg hvert þetta stefnir allt saman og það hefur gjarnan áhrif á dramað, allavega í þeim tilfellum þar sem það myndast. Helsti styrkleiki sem líkamsskiptamynd getur haft er gott skemmtanagildi og spillir góður húmor svosem ekki fyrir neinu.

Þessi mynd missir samt ekki beint dampinn í fyrri helming heldur er hún skelfilega ófyndin strax frá byrjun. Opnunarsenan setur alveg réttan svip á það sem koma skal. Hún inniheldur óhugnanlegt, tölvugert ungabarn lemjandi hausnum fram og aftur (ekki spyrja!), tölvugerðan endaþarm (?!) og að lokum nærskot af Jason Bateman að fá tvær kúkaslettur fljúgandi framan í fésið á sér. Þetta er akkúrat þessi týpa af húmor sem Adam Sandler hlýtur að tilbiðja, og ef þér finnst þetta hljóma fyndið þá er bókað að restin af smekklausa gríninu eigi eftir að lama þig af hlátri. Smekklaust grín tapar stundum kryddinu ef það er einungis notað til að sjokkera áhorfendur. Húmorinn í The Change-Up er barnalega grófur og missir gjörsamlega marks út af mistækri leikstjórn. Ryan Reynolds fær sinn venjulega skerf af ágætum línum, en almennt er húmor myndarinnar alveg úr takt við síðari helminginn. Þá ákveður myndin allt í einu að skipta um gír og breytist í ofurlanga mynd sem reynir að vera hjartnæm. Það fyndna er að henni tekst það, eða næstum því.

Seinni hlutinn á þessari mynd, sem fókusar minna á misheppnuð vandræðalegheit og meira á persónuþróun, er mun, mun betri en sá fyrri. Persónurnar hætta að láta eins og hatursverð kvikindi og meira eins og einstaklingar sem hafa sál og samvisku. Bateman og Reynolds eiga einnig góðan samleik og þrátt fyrir að svona 10 mismunandi litlir söguþræðir séu í gangi á sama tíma (plottið með faðirinn, plottið með samrunann, kynþokkafulla ritarann, eiginkonuna og hjónabandið, dótturina og eineltið, misheppnaða leikaraferilinn, brúðkaupsafmælið…) þá heldur hún áhuga manns. Hún þjáist heldur ekkert fyrir það að vera fyrirsjáanleg þótt hún sé það. Ef mynd af þessu tagi siglir í réttu átt þá skiptir ferðin meira máli heldur en áfangastaðurinn. Ég get heldur ekki sagt það nógu oft hversu brennandi heit Olivia Wilde er, og nærvera hennar í seinni helmingnum gerði meira fyrir myndina í heild sinni en ég hefði þorað að halda.

Leikstjórinn David Dobkin stóð sig vel með Wedding Crashers og sú mynd slapp vel með fáeina grófa brandara og persónur sem voru skíthælar í fyrstu en breyttust í lokin. Það er spurning hvort jólamyndin Fred Claus hafi sogað allt góða grínið úr honum en augljóslega mun ég aldrei geta sagt að húmorinn sé sterkasta hlið þessarar myndar. Hann er ekki alfarið hræðilegur, en stundum reynir hann svo mikið á sig að mann langar til að lemja hausnum aftur og aftur í fyrsta vegginn sem maður sér. Sum atriðin virka ekki einu sinni eins og þau séu í réttri mynd. T.d. ein teiknimyndaleg sena þar sem Bateman (með persónuleikann hans Reynolds) reynir að koma í veg fyrir að ungbörnin sín geri eitthvað hættulegt í eldhúsinu, og það sem á sér stað beint eftirá er einfaldlega ekkert annað en truflandi. Ekki vond hugmynd að hryllingsmynd ef út í það er farið.

Góðu brandararnir verða til úr einlægu atriðunum og nokkur þeirra eru ansi krúttleg og flest nógu góð til þess að breyta áliti mínu á myndinni eftir að hún fór að gera eitthvað annað en að hneyksla. Um leið og hún verður alveg orkulaus á öllu flippinu tekur við hin fínasta klisjumynd sem hefur smá "fílgúdd-væb." Ef hún hefði haldið þessu sama striki og hún gerði í fyrri hlutanum þá hefði einkunnin eflaust lent á fjarka. Hefði húmorinn verið betri er klárt mál að þessi hefði rokið í góða sjöu.

6/10

PS. Brjóstin á Leslie Mann (frú Apatow) og Oliviu eru feik! Sköpunarverk tölvubrellna þar á ferð. Undarlega sannfærandi miðað við hversu lélegar brellurnar eru annarsstaðar í myndinni. Örvæntið hins vegar ekki, því fröken Wilde fer úr að ofan í Alpha Dog. Frú Apatow mun með öllum líkindum aldrei gera það héðanaf.

Já, ég veit! Við karlmenn erum soddan svín :)

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

15.05.2020

Hlustaðu á „íslenska“ lagið úr Eurovision-myndinni frá Netflix

Glænýtt lag úr Eurovision-kvikmyndinni frá Will Ferrell hefur verið afhjúpað og ber hið kostulega heiti Volcano Man. Þykir ekki ólíklegt að þetta eigi að vera framlag Íslands til keppninnar í söguþræði myndarinn...

02.04.2020

Hver er staðan á Eurovision myndinni frá Netflix?

Íslendingar bíða eflaust margir hverjir spenntir eftir Eurovision-kvikmyndinni með gamanleikaranum Will Ferrell í aðalhlutverki. Það eru risarnir hjá Netflix sem framleiða Eurovision-myndina og er þetta fyrsta samsta...

31.08.2011

Gagnrýnandi í 10 ár - "Þetta er í genunum"

Tómas Valgeirsson gagnrýnandi á kvikmyndir.is fagnar í dag 10 ára afmæli sínu sem gagnrýnandi, en Tómas skrifaði fyrstu umfjöllunina á kvikmyndir.is þann 31. ágúst árið 2001. "Já það passar. Fyrsta umfjöllunin var skrifuð þennan dag fyrir 10 árum, og var um myndina Planet of the...


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn