Zoolander á forsíðu Vogue

Ben Stiller og Penelope Cruz eru á forsíðu tímaritsins Vogue í tilefni hinnar væntanlegu Zoolander 2.

zoolander 1

Þar eru þau í gervum Derek Zoolander og Valentina, aðalpersónum myndarinnar ásamt Hansel sem Owen Wilson leikur. Þetta er í fyrsta sinn sem hin fáránlega myndarlega karlfyrirsæta Zoolander kemst á forsíðu Vogue.

zoolander 3

Derek og Hansel gengu einnig eftir tískupallinum og til að koma þeim í gírinn hitti Anna Wintour, ritstjóri Vogue í Bandaríkjunum, þá baksviðs.

Zoolander 2 er væntanleg í bíó í febrúar.

zoolander 2