Vinsælasta gamanstiklan frá upphafi

Stiklan úr Zoolander 2 er vinsælasta stiklan úr gamanmynd frá upphafi. Þessu greindi kvikmyndaverið Paramount Pictures frá í dag. zoolander mynd

Samanlagt hefur verið horft á stikluna 52,2 milljón sinnum á netinu síðan kom út 18. nóvember, eða á aðeins einni viku.

Ben Stiller leikstýrir myndinni og leikur einnig aðalhlutverkið á móti Owen Wilson. Á meðal annarra leikara eru Will Ferrell, Penélope Cruz og Kristen Wiig.

Zoolander 2 var tekin upp á 12 vikum í Róm og í Cinecittá-kvikmyndaverinu. Myndin verður frumsýnd í febrúar á næsta ári og ljóst að fjölmargir bíða hennar með mikilli eftirvæntingu.