Vinátta og blákaldur veruleiki

Gamanleikararnir Owen Wilson og Zach Galifianakis leika aðalhlutverkin í kvikmyndinni Are You Here, sem er dramamynd með gamansömu ívafi.

Myndin fjallar um vináttu þeirra Steve (Wilson) og Ben (Galifianakis), en sá síðarnefndi missir föður sinn og fær mikla peninga í arf. Ýmsir erfiðleikar fylgja í kjölfarið, þar á meðal sættir systir hans sig ekki við það að hún fái ekki neinn arf, en leikkonan Amy Poehler fer með hlutverk systurinnar í myndinni.

areyouhere

Matthew Weiner leikstýrir myndinni, en hann er helst þekktur fyrir að framleiða þættina Mad Men, sem hafa slegið í gegn undanfarin ár.

„Það er ekki eins mikill glamúr í þessari mynd og í þáttunum Mad Men. Þessi mynd er um blákaldan veruleikann,“ sagði Weiner í samtali við Entertainment Weekly.

Myndin fer í almennar sýningar í Bandaríkjunum í haust. Hér að neðan má sjá stikluna úr myndinni.