Nýtt plakat úr Zoolander 2

Nýtt plakat úr Zoolander 2 er komið út. Þar sjást karlfyrirsæturnar Derek Zoolander og Hansel aftan á Scooter-hjóli með Valentina við stýrið.

zoolander plakat

Með hlutverk Zoolander og Hansel fara sem fyrr Ben Stiller og Owen Wilson en Penelope Cruz leikur Valentina.

Zoolander 2, sem er væntanleg í febrúar, er fyrsta myndin sem Stiller leikstýrir síðan hann gerði The Secret Life of Walter Mitty árið 2013. Hún var að hluta tekin upp á Íslandi.