Poehler og Ferrell stofna spilavíti

Fyrrum Saturday Night Live leikkonan Amy Poehler á viðræðum um að leika á móti öðrum fyrrum Saturday Night Live leikara, Will Ferrell, í gamanmyndinni The House.

will amy

Myndin fjallar um hjón sem glata peningum sem þau ætluðu að nota til að greiða fyrir háskólanám dóttur sinnar.

Þau fyllast örvæntingu vegna þessa, og til að reyna að safna peningunum aftur þá slást þau í lið með nágrönnum sínum og stofna ólöglegt spilavíti í kjallara heimilis síns í úthverfinu.

Höfundar handrits eru Andrew J. Cohen og Brendan O’Brien sem skrifuðu handritið að Neighbors. Cohen mun sömuleiðis leikstýra myndinni, en tökur eiga að hefjast í Los Angeles í ágúst nk.

Amy Poehler sést næst, eða það heyrist í henni öllu heldur,  í Pixar teiknimyndinni Inside Out, sem kemur í bíó hér á landi þann 17. júní nk.

Næsta Will Ferrell mynd er hinsvegar Daddy´s Home, en þar leikur hann aftur á móti Mark Wahlberg, en þeir léku síðast saman í The Other Guys. Daddy´s Home kemur í bíó um næstu jól.

Sjáðu Amy Poehler hér fyrir neðan í kostulegu atriði úr myndinni Mean Girls: