Tveir harðir á röltinu

Fyrsta myndin úr fyrstu mynd Etan Cohen, Get Hard, var opinberuð í dag. Í myndinni fara Will Ferrell og Kevin Hart með aðalhlutverkin. Þetta verður frumraun Cohen sem leikstjóri, en hann hefur aðalega einbeitt sér að handritsgerð og á að baki myndir á borð við Tropic Thunder og Men In Black 3.

Get Hard fjallar um starfsmann (Ferrell) í fjárfestingarbanka sem, eftir að hafa verið ranglega dæmdur í fangelsi, biður manninn (Hart) sem þvær bílinn hans um hjálp við að undirbúa sig undir að þola harðræði í fangelsinu.

Hér að neðan má sjá Ferrell og Hart á röltinu í hlutverkum sínum í myndinni.

O9mLuHg