Mistökin í Anchorman: The Legend Continues

Þegar áhorfendur horfa á gamanmynd þá er þeim leyfilegt að hlægja eins hátt og lengi og þau mögulega geta. Fyrir fólkið sem leikur í gamanmyndinni þá er það oftar en ekki stranglega bannað. Það var því oft erfitt fyrir Will Ferrell, Christina Applegate og fleiri að halda sér frá því að springa úr hlátri við tökur á framhaldsmyndinni Ancorman: The Legend Continues.

Anchorman-2-The-Legend-Continues-550x366

Myndin fjallar, eins og flestir vita, um fréttaþulinn Ron Burgundy og vinnufélaga hans. Burgundy er boðið að gerast fréttaþulur á glænýrri sjónvarpsstöð, GNN, sem jafnframt er fyrsta fréttastöðin sem sendir út 24 klukkutíma á sólarhring. Ron ákveður auðvitað að þekkjast boðið og heldur til New York ásamt veðurfræðingnum vitlausa, Brick, söguskoðaranum Brian og íþróttafréttamanninum Champ Kind, og auðvitað er eiginkonan, Veronica Corningstone, ekki langt undan.

Í þessu nýja myndskeiði fáum við að sjá mistökin (e. bloopers) úr myndinni og má sjá stjörnur myndarinnar oft á tíðum reyna að halda andlitinu í sprenghlægilegum aðstæðum.