Þjófar á tökustað Anchorman 2

Lögreglan í Atlanta leitar nú að þjófum sem létu greipar sópa um tökustað Anchorman: The Legend Continues.

Will Ferrell, Paul Rudd, Christina Applegate og fleiri góðkunningjar úr fyrstu myndinni leika í þessu framhaldi sem er væntanlegt í lok ársins. Undirbúningur fyrir tökurnar er í gangi um þessar mundir.

Þjófarnir brutust inn í vöruhús sem var notað fyrir gerð grínmyndarinnar og stálu þaðan tölvum og öðrum búnaði. Góssið er metið á hátt í 40 milljónir króna, samkvæmt TMZ.