Höfundur Juno sest í leikstjórastólinn

Óskarsverðlaunahandritshöfundurinn Diablo Cody, sem skrifaði handritið að Juno, mun þreyta frumraun sína í leikstjórastólnum þegar hún leikstýrir gamanmyndinni Lamb of God, en hún skrifar að sjálfsögðu sjálf handritið að myndinni.

Myndin, sem framleidd er af Mandate Pictures, fjallar um unga reglusama og trúaða konu, sem missir trúna á Guð eftir að hún lendir í flugslysi. Hún ákveður að fara til Las Vegas eftir slysið, til að lifa villtu og syndugu lífi. Á þessum ferðalagi hennar frá trú til syndar, finnur hún síðan aftur leiðina til baka.

Mandate fyrirtækið framleiddi einnig Juno, en sú mynd þénaði 227 milljónir Bandaríkjadala í bíó. Cody er einnig skapari Emmy verðlaunaþáttanna United States of Tara, og skrifaði einnig myndina Jennifer´s Body, þar sem kynbomban Megan Fox, fór með aðalhlutverk.