Juno
Bönnuð innan 7 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn
GamanmyndDrama

Juno 2007

Frumsýnd: 29. febrúar 2008

7.4 472407 atkv.Rotten tomatoes einkunn 94% Critics 7/10
96 MÍN

Juno MacGuff (Ellen Page) er ekki hefðbundinn sextán ára unglingur. Fyrir það fyrsta, þá er henni alveg sama hvað öðrum finnst um hana. Hún kemst að því að hún er ólétt eftir eitt skipti með besta vini sínum, Paulie (Michael Cera) og tekur fréttunum furðurólega. Paulie leyfir Juno að taka allar ákvarðanir varðandi barnið. Hann er bálskotinn í henni... Lesa meira

Juno MacGuff (Ellen Page) er ekki hefðbundinn sextán ára unglingur. Fyrir það fyrsta, þá er henni alveg sama hvað öðrum finnst um hana. Hún kemst að því að hún er ólétt eftir eitt skipti með besta vini sínum, Paulie (Michael Cera) og tekur fréttunum furðurólega. Paulie leyfir Juno að taka allar ákvarðanir varðandi barnið. Hann er bálskotinn í henni en hún segist ekki vilja neitt meira en vinskap. Juno ákveður að fóstureyðing henti sér ekki. Hún vill ekki ala barnið upp sjálf sem þýðir að hún hefur um fátt annað að velja en að gefa barnið til ættleiðingar. Juno fær hjálp frá vinkonu sinni Leah (Olivia Thirlby) við að leita að góðum foreldrum.... minna

Aðalleikarar

Ellen Page

Juno MacGuff

Michael Cera

Paulie Bleeker

Jennifer Garner

Vanessa Loring

Jason Bateman

Mark Loring

Allison Janney

Bren MacGuff

J.K. Simmons

Mac MacGuff

Leikstjórn

Handrit


UMFJALLANIR AF ÖÐRUM MIÐLUM


Svipaðar myndir


Gagnrýni (3)

Ein frumlegasta unglingamynd allra tíma
Juno er indie mynd sem fjallar um unglingsást og óléttu í för hennar sem er tekið á á óhefðbundin hátt.

Juno er 16 ára stelpa í menntaskóla, sem er í hljómsveit, drekkur og er mjög opin. Hún og besti vinur hennar Paulie ákveða einn daginn að sofa saman og verður Juno ólétt í kjölfar þess. Hún ákveður að láta ættleiða barnið og telur sig hafa fundið besta parið til þess: Gamlan rokkara sem semur lög fyrir auglýsingar og mjög skipulagða og snyrtilega konu sem dreymir um að verða móðir. Juno fer í gegnum áhugaverða óléttu og er á meðan í skólanum og er að reyna að átta sig á sambandi þeirra Paulie. Endar svo myndin með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Juno er ein frumlegasta unglingamynd sem ég hef séð. Leikararnir eru frábær saman og gæti maður trúað því að Ellen Page og Michael Cera væru saman í alvöru. Tónlistin er snilld og kynnir hún manni fyrir frábærum tónlistarmönnum. Aukahlutir og fyndnir brandarar gera líka myndina virkilega skemmtilega.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sá loksins Juno í fyrradag. Var með mikið hype en stóð undir því. Ellen Page var betri í Hard Candy en samt frábær hér. Snilldar soundtrack! Mynd sem maður getur séð aftur..og mögulega aftur. Svipaður fýlingur og Ghost World og Napoleaon Dynamite, samt allt öðruvísi mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd fjallar um Juno sem er 16 ára stelpa sem lendir í þvi að verða ólétt eftir að hafa sofið hjá besta vini sínum. Hún ákveður að ganga með barnið og gefa það til ættleiðingar þegar það fæðist..Hún hefur leit að fjölskyldu og finnur tvö ung hjón sem eru búin að reyna að eignast börn í mörg ár..Henni líkar við fjölskylduna og ákveður að slá til. En hún kemmst svo að því að fjölskyldan er ekki eins perfeckt og hún sýnist...Þetta er mynd sem kemur skemmtilega á óvart og sýnir hvað stúlkur sem verða ófrískar ungar þurfa að ganga í gegnum þetta er sönn mynd...Mynd sem allir ættu að horfa á til að átta sig á því að ganga með barn og gefa það til ættleiðingar er meira en að segja það..Hún er mjög góð og kemur á óvart svo ég ætla ekki að eiðinleggja hana með því að segja eitthvað meira...mæli með því að allir sjá hana því að ég held að allir hefðu gott af því
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn