Men, Women and Children
2014
Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Þekkir þú þá sem þú þekkir?
119 MÍNEnska
33% Critics
44% Audience
38
/100 Internetið og öll hin þráðlausa tækni sem nú hefur að miklu leyti
tekið yfir samskiptamáta fólks er viðfangsefni þessarar áleitnu
myndar Jasons Reitman.
Hér eru sagðar nokkrar aðskildar sögur sem renna síðan saman í eina heild,
en þær fjalla á raunsannan hátt um hvernig hin nýja tækni hefur hreint og
beint breytt því hvernig fólk kemur fram, hugsar... Lesa meira
Internetið og öll hin þráðlausa tækni sem nú hefur að miklu leyti
tekið yfir samskiptamáta fólks er viðfangsefni þessarar áleitnu
myndar Jasons Reitman.
Hér eru sagðar nokkrar aðskildar sögur sem renna síðan saman í eina heild,
en þær fjalla á raunsannan hátt um hvernig hin nýja tækni hefur hreint og
beint breytt því hvernig fólk kemur fram, hugsar og talar hvert við annað.
Þau Adam Sandler og Rosemarie DeWitt leika hjón í
ástlausu hjónabandi sem hafa sökkt sér niður í samskiptasíður
í stað þess að leysa málin sín á milli. Við kynnumst
líka skóladrottningunni Hönnu sem auglýsir kynþokka
sinn öllum stundum á netinu í von um að verða „uppgötvuð“
og fræg eins og Kardashian-systurnar. Hanna er
hrifin af Chris sem er orðinn gjörsamlega háður klámsíðum og finnur ekki til
neinnar kynferðislegrar löngunar nema fyrir framan skjáinn.
Önnur ung stúlka er Allison sem eftir að hafa séð strákinn sem hún er hrifin
af skrifa að honum fyndist hún of feit hefur orðið átröskun að bráð. Fimmta
sagan er svo um móðurina Patriciu sem krefst þess m.a. af dóttur sinni að
hún sýni sér reglulega öll samskipti sín á netinu og gerir sér enga grein fyrir
hvaða afleiðingar afskiptasemi hennar hefur á dótturina.
Hér er einnig sögð saga föður sem reynir af öllum mætti að ná sambandi við
son sinn, en hann er orðinn tölvuleikjafíkill sem er orðinn sannfærður um að
ekkert annað skipti máli en að vera í sambandi við þá sem þekkja til í hans
veröld, enda eru þeir þeir einu sem eru með viti ...... minna