Draumur að leika á móti Aniston

Emma Roberts segir að draumur sinn hafi ræst þegar hún lék á móti Jennifer Aniston í myndinni We´re The Millers.

Jennifer Aniston er snillingur. Ég hef verið aðdáandi hennar ótrúlega lengi. Að vinna með henni var einn af þessum draumum sem rættist,“ sagði hin 21 árs Roberts við The Huffington Post. „Ég get núna merkt við það á listanum mínum yfir það sem mig hefur alltaf langað að gera. Mér fannst við ná mjög vel saman og ég held að það hafi skilað sér vel í myndinni.“

Næst á óskalista Roberts yfir draumamótleikara eru Rachel McAdams og Channing Tatum sem léku saman í The Vow.