Hardy og DiCaprio í The Revenant?

Tom Hardy er sterklega orðaður við hlutverk í myndinni The Revenant. Leonardo DiCaprio, sem lék á móti Hardy í Inception, hefur þegar verið ráðinn til starfa. Leikstjóri er Alejandro Gonzalez Inarritu, þekktur fyrir Babel og 21 Grams. tom hardy

Myndin gerist á nítjándu öld og fjallar um Hugh Glass sem leitar hefnda eftir að skógarbjörn ræðst á hann og samferðarmenn hans skilja hann eftir nær dauða en lífi.

Tökur á tryllinum hefjast í september næstkomandi. Handritið skrifaði Inarritu eftir skáldsögunni The Revenant: A Novel of Revenge eftir Michael Punke.