The Revenant sigrar feðga

Óbyggðamyndin The Revenant, sem tilnefnd er til 12 Óskarsverðlauna, situr á toppi nýs íslensks bíóaðsóknarlista, aðra vikuna í röð. Í öðru sæti listans er ný mynd, gamanmyndin Dirty Grandpa, með þeim Zack Efron og Robert De Niro í hlutverki langfeðga á ferðalagi.  Þriðja sætið skipar síðan önnur gamanmynd, en þar er um að ræða þá Will […]

Óbyggðirnar kalla

Golden Globe verðlaunamyndin The Revenant, sem einnig er tilnefnd til 12 Óskarsverðlauna, var vinsælasta myndin á Íslandi í síðustu viku, ný á lista. Aðalleikaranum Leonardo DiCaprio er af mörgum spáð Óskarsverðlaunum fyrir frammistöðu sína í myndinni. Myndin segir sanna sögu Hughs Glass sem skilinn var eftir í óbyggðum nær dauða en lífi árið 1823 eftir […]

Nýtt í bíó – The Revenant!

Golden Globe verðlaunamyndin The Revenant, sem tilnefnd er til 12 Óskarsverðlauna, og er með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki, verður frumsýnd á föstudaginn hér á landi í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói Akureyri. Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan: Í myndinni er sögð sönn saga Hughs Glass sem skilinn var eftir í óbyggðum nær dauða en […]

The Revenant og Mad Max fá flestar Óskarstilnefningar

Tilnefningar til 88. Óskarsverðlaunanna voru birtar rétt í þessu. Formaður Óskarsakademíunnar Cheryl Boone Isaacs, leikstjórinn Guillermo del Toro, leikarinn John Krasinski og leikstjórinn Ang Lee sáu um tilkynninguna að þessu sinni. Flestar tilnefningar þetta árið fá myndirnar The Revenant með 12 tilnefningar og Mad Max: Fury Road með 10. Þar á eftir koma The Martian með 7, Carol, Bridge of […]

The Revenant kom, sá og sigraði

The Revenant kom, sá og sigraði á Golden Globe-hátíðinni í nótt. Hún var valin besta dramatíska myndin, aðalleikarinn Leonardo DiCaprio var kjörinn besti leikarinn í dramamynd og Alejandro Inarritu vann fyrir bestu leikstjórn. The Martian var valin besta myndin í flokki gaman- eða söngvamynda, auk þess sem aðalleikarinn Matt Damon hlaut Golden Globe sem besti […]

Gagnrýnandi velur 10 bestu myndir ársins

Todd McCarthy, kvikmyndagagnrýnandi hjá The Hollywood Reporter, hefur sett saman lista yfir tíu bestu myndir ársins 2015. Fjórar þeirra eru fyrstu myndir leikstjóra og sjö eða átta þeirra kostuðu undir 10 milljónum dala. Engin var tekin upp í kvikmyndaveri í Hollywood. Að sögn McCarthy eru flestar myndanna ekki beint upplífgandi en mjög góðar engu að síður. Ein […]

Svaf í dýrahræi og borðaði hráa vísundalifur

Leonardo DiCaprio lagði mikið á sig fyrir hlutverk sitt í The Revenant og gekk lengra en eflaust margir aðrir myndu gera.  „Ég get nefnt 30-40 tilvik sem voru á meðal þess erfiðasta sem ég hef nokkru sinni þurft að gera,“ sagði DiCaprio við Yahoo Movies. „Hvort sem það var að vaða í og úr jökulköldum […]

The Revenant: Ný stikla og myndir!

Ný stikla og nýjar ljósmyndir úr The Revenant eru komnar á netið þar sem fúlskeggjaður Leonardo DiCaprio er í forgrunninum. Leikstjóri er Alejandro González Iñárritu sem vann Óskarsverðlaunin fyrir Birdman fyrr á árinu.  Mikil eftirvænting ríkir eftir The Revenant og spá henni margir góðs gengis á næstu Óskarsverðlaunum. Auk DiCaprio leikur Tom Hardy í myndinni en þeir […]

Vill að Bane stöðvi Súperman og Batman

Tom Hardy, sem hefur verið upptekinn við að leika í Legend og The Revenant undanfarið, hefur áhuga á að leika Bane á nýjan leik.  Hardy lék illmennið ófrýnilega í Batman-myndinni The Dark Knight Rises. „Auðvitað myndi ég vilja það. Ég er Bane,“ sagði Hardy við MTV. „Einhver spurði mig hvor ég vildi að myndi sigra í […]

25 haustmyndir sem þú mátt ekki missa af

Kvikmyndasíðan The Wrap hefur tekið saman lista yfir 25 haustmyndir sem blaðamenn hennar dauðlangar að sjá. Þar á meðal eru Everest í leikstjórn Baltasars Kormáks,  Hateful Eight frá Quentin Tarantino, Bond-myndin Spectre og að sjálfsögðu Star Wars: The Force Awakens.  Hér fyrir neðan er listi yfir tíu af þessum myndum með frumsýningardögunum vestanhafs en hérna er hægt […]

Fúlskeggjaður DiCaprio í nýrri stiklu

Fyrsta stiklan úr The Revenant með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki er komin út.  Myndin er sú nýjasta frá mexíkóska leikstjóranum Alejandro Gonzalez Inarritu sem vann Óskarinn fyrr á árinu fyrir Birdman. Við myndatökurnar notaði hann eingöngu náttúrulega lýsingu. Hinn fúlskeggjaði DiCaprio hefur í mörg horn að líta í sýnishorninu, auk þess sem Tom Hardy kemur […]

Fyrstu myndirnar af DiCaprio í 'The Revenant'

Fyrstu myndirnar af Leonardo DiCaprio í kvikmyndinni The Revenant voru opinberaðar í dag á vefsíðu Entartainment Weekly. Myndinni er leikstýrt af Alejandro Gonzales Inarritu, en hann hefur áður gert myndir á borð við Babel, Biutiful og nú síðast Birdman. The Revenant er byggð á skáldsögu Michael Punke. Sagan gerist snemma á 19. öld og fjallar um […]

Hardy og DiCaprio í The Revenant?

Tom Hardy er sterklega orðaður við hlutverk í myndinni The Revenant. Leonardo DiCaprio, sem lék á móti Hardy í Inception, hefur þegar verið ráðinn til starfa. Leikstjóri er Alejandro Gonzalez Inarritu, þekktur fyrir Babel og 21 Grams.  Myndin gerist á nítjándu öld og fjallar um Hugh Glass sem leitar hefnda eftir að skógarbjörn ræðst á […]

DiCaprio í hefndarhug

Leikarinn Leonardo DiCaprio tók sér langþráð frí eftir að hann lauk tökum á kvikmynd Martin Scorsese, The Wolf of Wallstreet. DiCaprio virðist þó ekki ætla að taka sér alltof langt frí því hann mun mæta til leiks á tökustað kvikmyndarinnar The Revenant í september næstkomandi. Myndinni verður leikstýrt af Alejandro Gonzales Inarritu, en hann hefur áður […]