Náðu í appið
26
Bönnuð innan 12 ára

Iron Man 2008

Frumsýnd: 30. apríl 2008

Heroes aren't born. They're built.

126 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 94% Critics
The Movies database einkunn 79
/100

Tony Stark er glaumgosi og snillingur, og einnig forstjóri stórfyrirtækisins Stark Industries, vopnafyrirtækis sem faðir hans stofnaði. Næstráðandi hans hjá fyrirtækinu er Obadiah Stane, sem vann með föður hans, og hin trausta aðstoðarkona hans er Pepper Potts, sem lítur Tony hýru auga. Þegar Tony er í Afghanistan að kynna hið hátæknilega Jericho flugskeyti... Lesa meira

Tony Stark er glaumgosi og snillingur, og einnig forstjóri stórfyrirtækisins Stark Industries, vopnafyrirtækis sem faðir hans stofnaði. Næstráðandi hans hjá fyrirtækinu er Obadiah Stane, sem vann með föður hans, og hin trausta aðstoðarkona hans er Pepper Potts, sem lítur Tony hýru auga. Þegar Tony er í Afghanistan að kynna hið hátæknilega Jericho flugskeyti sem fyrirtæki hans þróaði, þá er ráðist á bílalestina hans og hann særist alvarlega á brjóstinu og er rænt af hópi uppreisnarmanna, sem vilja láta hann setja saman flugskeyti fyrir sig. Tony dvelur hjá mönnunum í þrjá mánuði og þróar kraftmikla stálbrynju til að geta sloppið úr hellinum þar sem honum er haldið föngnum. Hann ákveður í framhaldinu að hætta vopnaframleiðslu í fyrirtæki sínu, gegn vilja Obadiah, og helgar sig þróun brynjunnar, og bætir í hana gulli og títaníum, og búnaði sem gerir henni kleift að fljúga. Pepper kemst svo að því að Obadiah fer á bakvið Tony með því að búa til brynju fyrir sjálfan sig og breyta henni í kraftmikið vopn. ... minna

Aðalleikarar


Iron Man er eins stærsta hetjan úr smiðju Marvel. Hann var skapaður árið 1963 af Stan Lee og Jack Kirby (ásamt Larry Lieber og Don Heck). Söguhetjan, Tony Stark, er ríkur glaumgosi sem hefur náðargáfu hvað varðar hönnun og smíðar á vélum. Hann hannar járn-búning sem gerir honum kleift að fljúga og fleiri svala hluti. Minnir kannski pínu á Batman (sem er úr DC) en Iron Man er almennt léttari og bjartari karakter.

Myndin var mikilvæg fyrir Marvel þar sem hún leggur grunninn að Avengers mynd sem er hugsuð fyrir árið 2011. Hugmyndin var sú að allar helstu persónur Avengers myndu fá sína eigin kynningarmynd fyrst og a.m.k. Captain America og Thor eru á listanum. Iron Man myndin heppnaðist mjög vel, ekki síst út af Robert Downey jr. í hlutverki Stark. Það voru miklar efasemdir um að Jon Favreau gæti ráðið við mynd af þessari stærðargráðu en hann náði að þagga niður í þeim röddum. Það sannast kannski fyrst og frest á því að hann fær að leistýra framhaldinu sem kemur 2010. Helsti styrkleikur myndarinn er sá að hún er fyndin, létt og reynir fyrst og fremst að skemmta. Þó að uppruna Iron Man sé aðeins breytt frá blöðunum þá er henni vel skilað og mjög gaman að fylgjast með Tony Stark þróa tæknina. Ef það er hægt að gagnrýna eitthvað þá er það kannski hasar atriðin sem voru aðeins of fá og ekki nógu stór. Það vantaði líka betri óvin en þetta eru hlutir sem einmitt framhaldsmyndir eiga að bæta úr. Myndin stenst vel samanburð við aðrar comic myndir, allt í allt frábær mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Töff mynd, en...
Þar höfum við það, enn ein tilvonandi Marvel "franchise" myndin. Ég verð nú reyndar að játa að Marvel-myndir hafa ekki verið upp á sitt besta í a.m.k. fjögur ár. Að undanförnu hafa komið út "ómerkilegri" myndir eins og Fantastic Four 1-2, Elektra, X-Men 3, Ghost Rider og Spider-Man 3 (fattið þið?) Iron Man hafði frá upphafi gríðarlega möguleika. Ástæðan felst í aðalleikara myndarinnar, sem er auðvitað hinn ávallt frábæri Robert Downey Jr. Auk þess kom síðar fram að þessi mynd varð sú fyrsta sem að aðstandendur Marvel fjármögnuðu alveg sjálfir, sem þýddi að utanaðkomandi stúdíó færu ekkert að skipta sér af henni (gleymum ekki hvað Fox gerði við Galactus í Rise of the Silver Surfer).

Ég ætla að koma mér beint að efninu og segja að Iron Man hafi verið virkilega fín mynd. Ekkert mjög góð, en virkilega fín. Leikstjórinn/handritshöfundurinn/leikarinn Jon Favreau (betri helmingur Vince Vaughn úr Swingers/Made) býr til alveg þrusufínan hrærigraut af hasar, flottum stíl og skemmtilegum leikurum (takið eftir hvað innihaldið kemur lítið við sögu í þessari lýsingu minni). Favreau hafði staðfest það að hann ætlaði að gera hálfgerða blöndu af James Bond-mynd og Batman Begins, bæði hvað stíl og frásögn varðar. Þetta hefur komist nokkuð vel til skila, en ekki nauðsynlega á góðan hátt.

Það sem að dregur Iron Man hvað mest niður er einmitt ófrumlega uppbygging hennar, eða bara handritið almennt. Við höfum séð þessa mynd áður því hún fylgir eiginlega nákvæmlega sömu formúlu og Batman Begins, með smá kryddi af fyrstu Spider-Man-myndinni og Fantastic Four, sem gerir hana svolítið staðlaða. Myndin fókusar beint á svokölluðu origin-söguna fyrsta klukkutímann, svo loks þegar Iron Man er stiginn á svið almennilega, þá er afskaplega stutt eftir af myndinni (Fantastic Four þjáðist af því sama, bara verr). Handritið er líka rosalega mikið upp og niður. Allar senur með Downey eru góðar, en þegar hann er hvergi sjáanlegur verður myndin faktískt óáhugaverð og stundum hreinlega leiðinleg. Sem betur fer kom þetta ekki oft fyrir, en aðrir leikarar eru mjög óspennandi, einkum Jeff Bridges, sem mótar algjöra stereótýpu. Gwyneth Paltrow er gjörsamlega persónuleikasnauð og Terrence Howard gerir heldur ekkert gagn sem félaginn, annað en að byggja upp persónuna Rhodey/War Machine fyrir næstu mynd.

Hasarinn er mjög takmarkaður og nákvæmlega allur hasar sem að sést mjólkaður í trailerum er það magn sem við fáum í myndinni (ekki galli beint, en þó pínu svekkjandi). Maður sér sumsé ekkert nýtt ef þú mannst vel eftir sýnishornum. Við fáum reyndar nokkrar skotheldar senur þar sem titilkarakterinn prófar nýja búninginn og flóttinn hans úr Afghanistan er sömuleiðis góður. Ég varð hins vegar fyrir svakalegum vonbrigðum með lokabardagann. Ekki aðeins féll hann áberandi í skugga Transformers, heldur vantaði gjörsamlega alla spennu.

Útlit myndarinnar er þó skemmtilegt. Litirnir benda til þess að þessi mynd sé frekar létt og brellurnar skila sér einnig vel. Því verður vissulega ekki neitað að skjárinn angar einfaldlega af töffaraskap í hvert sinn sem Iron Man sést í búningnum, og tónlistin ýtir vel undir þann fíling.

Allt í allt er þetta fín ræma en eitthvað voðalega óeftirminnileg. Mig langar að geta mælt betur með henni en ég vona að næsta mynd takist betur upp og þá sérstaklega vil ég að lögð verði áhersla á "myrku" hliðar persónunnar. Eins mikið og ég fíla Jon Favreau (...og ég var e.t.v. sá eini í mínum vinahóp sem fílaði Elf og Zathura), þá finnst mér hann hafa misst sig meira í útliti og sett innihaldið talsvert til hliðar. Myndin virkar samt sem solid afþreying, en ekki mikið meira, og ef að menn eru að sannfæra sjálfa sig um að þetta sé með því besta frá Robert Downey Jr., þá þurfa þeir að horfa á Kiss Kiss, Bang Bang, Chaplin eða Wonder Boys.

Ég segi 6/10

PS. Takið eftir stórkostlega áberandi Burger King-auglýsingu...

Og já... Eitt í viðbót... Ef þið trúið því ekki að þessi mynd sé nánast bein eftirlíking af Batman, þá skal ég koma með nokkur dæmi:

(SPOILER - auðvitað)

- Milljarðarmæringurinn Bruce Wayne/Tony Stark kynntur til sögunnar, einhvers staðar úti í rassgati
- Flashback sem sýnir hvernig hann komst þangað
- Wayne/Stark fær samvisku. Hann sleppur með látum. Hetjan fæðist.
- Miðkaflinn fókusar á Wayne/Stark og hvernig græjurnar verða til.
- Smá rómantik inn á milli (gellan að vísu algjört "cock-tease" - sorrý, stelpur)
- Nálægt lokum komumst við að því að Liam Neeson/Jeff Bridges var aðalskúrkur myndarinnar frá upphafi. Wayne/Stark þekkti karakterinn vel og er vel sjokkeraður
- Einvígi í lokin. Hetjan byrjuð að fíla sig í lokin.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Stórmynd sumarsins stendur fyrir sínu
Ég er þónokkuð ofurhetjunörd og er á því að hægt sé að flokka ofurhetjumyndir í 3 flokka: Rusl, töff eða skemmtileg (sumar ná að vera bæði töff og skemmtilegar, en mjög sjaldan). Iron Man flokkast klárlega undir ,,skemmtileg", og með vott af smá ,,töff" líka því gadgets í þessari mynd eru hrein og klár snilld!

Myndin er að gera nákvæmlega ekkert nýtt enda bjóst ég svosem ekki við því, og er eiginlega alveg sama. Ég vildi fá hreina skemmtun og henni tókst að útvega mér hana. Robert Downey Jr. er kostulegur í hlutverki sínu og heldur myndinni algerlega uppi með frammistöðu sinni. Þó svo að maður hafi ekki mikinn áhuga á þessu genre þá er þessi mynd þess virði að sjá í bíó, þó svo að það væri ekki nema vegna visual effects og tækninnar í henni.

Ég fékk þægilegan sumarfiðring í magann þegar ég horfði á þessa mynd, en það var bara svo yndislegt að geta horft á mynd sem er ekkert annað en skemmtun alveg út í gegn. Það eina sem fór í taugarnar á mér er þessi endalausa kanadýrkun Bandaríkjamanna, myndin er hrein barátta við hryðjuverkamenn og það er ýjað að því alla myndina hvað þeir eru heimskir og asnalegir eins og þessir talíbanar hljóta nú að vera.

Þegar uppi er staðið er þetta hrein popp og kók bíóskemmtun og ansi góður grunnur fyrir þríleikinn. 3 stjörnur - 7/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ironblast
Járnmaðurinn blastar á vettvang með stæl, sannarlega. Það er klárt að leikaraliðið hefur skemmt sér konunglega við gerð þessarar myndar. Eins og vanalega, þá er best að taka ekki vísindahlið myndarinnar of alvarlega "arch reactor" he, he, he. Í allra strangasta skilningi er að finna allar vanalega klisjurnar, þ.e. traustan þjón sem í þessari mynd er kona. Skeptískur vinur, sem er yfirmaður í flughernum. Að sjálfsögðu, megalómanískt íllmenni. En hvað um það, það eru allir að skemmta sér svo mikið að það er einfaldlega ekki hægt að vera pirraður. Robert Downey Jr. einfaldlega einhvernveginn virkar í hlutverkinu, sem forríkur vopnasmiður og sali, tæknisnillingur og kvennagull, og restin af leikurnumum eru einnig að standa sig, að úr þessu verður sennilega besta ofurhetju mynd sem gerð hefur verið síðan Superman I var gerð á 8. áratugnum. Hafið þið nú það...frábær skemmtun fyrir alla aldurshópa.
9.0/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
I am Iron Man
Ég er mikill áhugamaður um myndasögur og beið spenntur eftir Iron Man þar sem að sá karakter er eitt af mínum uppáhalds fyrirbærum í Marvel heiminum og ég varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Þetta er algjör snilld út í gegn og mjög í stíl við myndasögurnar. Jon Favreau(sem leikur líka lítið hlutverk í myndinni) tekur fullkomið handrit og leikstýrir því meistaralega vel. Robert Downey Jr. er í hlutverki hins eina og sanna Tony Stark, kvennagulls og alkóhólista sem gerist hinn ósigrandi Járnmaður og er ótrúlega góður. Þetta er basically hans útgáfa af Stark sem ég fíla alveg í botn, flott hjá þér Robert! Jeff Bridges leikur svo Obadiah Stane sem er skúrkurinn Iron Monger og hefði verið auðvelt að klúðra því með klisjukenndum leik en Bridges bjargar því og er mjög skemmtilegur í hlutverki sínu. Gwyneth Paltrow leikur Pepper Potts sem er ástkona Stark's og hún hefur ekki verið svona góð lengi ef nokkurn tímann. Virkilega sæt svona rauðhærð. Jafnvel Terrence Howard sem ég hef yfirleitt ekki miklar mætur á er bara fínn sem Rhodey, jájá. Öll myndin er eins og hún sé uppbygging fyrir komandi framhöld en ég lít ekki á það sem galla heldur bara fullkomna byrjun á vonandi fullkomnu franchise. Ég var yfir mig hrifinn í bíósalnum á Iron Man, sat hugfanginn frá byrjun til enda og ætla svo sannarlega að sjá hana aftur og aftur og aftur. Sjáið þessa!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir

Myndir í sömu seríu

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn