Aðalleikarar
Leikstjórn
Hin fínasta blanda þrátt fyrir gallanna
Ég hreinlega skil ekki hvers vegna Hollywood hefur ekki tekist betur að búa til bíómyndir sem sameina þá tvo geira sem nördinn í mér elskar mest. Einu amerísku sci-fi vestrarnir sem mig rámar í - fyrir utan kannski Serenity - eru Wild Wild West, Jonah Hex og Priest, og það eru myndir sem mig langar helst ekki til að horfa á aftur. Þetta á ekki að vera svona erfitt, eða hvað? Greinilega virðist Jon Favreau vera miklu nær því að skilja hvað það er sem manni eins og mér langar til að sjá í svona samsuðu. Hann er auðvitað nörd og það skiptir líklegast öllu að leikstjórarnir séu það þegar svona tilraunir eru gerðar. Cowboys & Aliens reynir kannski að vera örlítið meira en hún er inn við beinið, en henni tekst prýðilega að sameina geiranna og sjá til þess að maður gangi sáttur út.
Reyndar hef ég aldrei verið sérstaklega hrifinn af Favreau sem leikstjóra. Sem leikari er sagan allt önnur og á því sviði á hann mjög auðvelt með að stela senunni. Sem kvikmyndagerðarmaður er hann oftast bara jafn góður og handritin eru sem hann styðst við. Helsti styrkur hans er sá að hann er mjög góður að velja og meðhöndla leikara en að mínu mati hafa allar myndirnar hans mátt hafa gengið í gegnum smá fínpússun hvað handrit varðar. Iron Man-myndirnar hittu t.d. ekki alveg í mark hjá mér útaf þessari ástæðu og persónulega vil ég meina það að besta myndin hans Favreau sé jólaperlan Elf. Ég set þessa samt í annað sætið og satt að segja sé ég talsverðar framfarir hjá honum núna, en veikasti hlekkur myndarinnar kemur mestmegnis handritinu við. Það er dálítið neyðarlegt þegar heilir fimm einstaklingar eru titlaðir fyrir því.
Cowboys & Aliens er í rauninni mjög dæmigerður vestri sem hefur verið blandaður við staðlaða vísindaskáldsögu í Spielberg-stíl. Hefði Favreau valið sér aðeins aðra af þessum myndum hefði afraksturinn örugglega ekki orðið tímans virði, en í sameiningu er soddan fjör í þessu.
Myndin byrjar ótrúlega vel og fannst mér fyrstu 30 mínúturnar lofa bara virkilega góðu. Daniel Craig sýnir enn og aftur hversu grjótharður hann er (enda Steve McQueen endurfæddur - nema hann brosti oftar), Harrison Ford fær fyrsta alvöru hlutverkið sitt í mörg, mörg ár og aukaleikar fá einnig að láta ljós sitt skína. Fyrsta geimveruinnrásin er skemmtileg og sekkur maður inn í annan þriðjung myndarinnar með gríðarlegum áhuga. Það er hins vegar akkúrat í kringum þennan miðhluta þar sem myndin fer dálítið sígandi og breytist í voða hefðbundna sögu þar sem hópur persóna þarf að komast frá punkti A til B (bætið svo við heldur asnalegu plott-tvisti þarna inn á milli). Þarna hættir myndin að verða hörkugóð og verður bara ágæt. Svo tekur hún aftur smá kipp á seinustu 20 mínútunum, en þrátt fyrir það finnst manni ekki eins og eitthvað mikið nýtt sé í gangi. Miðað við fersku grunnhugmyndina hefði maður nefnilega helst viljað einhverjar nýjungar þarna í endann.
Ég gef samt myndinni fullt af jákvæðum stigum fyrir að ná að haldast á floti þegar hún stýrist af svona alvarlegum tón. Þessi ákvörðun hefði auðveldlega getað skilað frá sér vandræðalegri niðurstöðu sem hefði verið líklegri til að skapa kjánahroll heldur en eitthvað jákvæðara. Jafnvel titillinn virðist gefa til kynna að myndin sé engan veginn að taka sig alvarlega. Smá meiri húmor hefði alls ekki eyðilagt neitt, segi ég, en þarna erum við einmitt með merki um að leikstjórinn sé að reyna að miða aðeins ofar en að matreiða pjúra afþreyingarmynd. Hann vill að við elskum allar persónurnar og sogumst inn í átökin. Gallinn er bara sá að átökin fara nánast beint eftir formúlum, og einu tvær persónurnar sem fá einhverja smá dýpt eru þær sem Craig og Ford leika. Þeir eru líka langbestir á skjánum og eiga þau helstu atriði sem standa upp úr.
Umbúðirnar eru alveg skotheldar; Sviðsmyndirnar, búningarnir, kvikmyndatakan (Matthew Libatique er líka einn sá fremsti í dag), tónlistin, tæknibrellurnar. Geimveruhönnunin er kannski ekki sú frumlegasta, en hún kemur engu að síður vel út. Ég sætti mig allavega betur við hana hér en í Super 8. Cowboys & Aliens gengur samt upp þegar uppi er staðið. Hún er aðeins meira af gamla skólanum heldur en undanfarnar hasarmyndir sumarsins en fyrir mitt leyti er það ekkert til að setja út á. Ég hefði litið á þetta sem eina af mínum uppáhaldsmyndum ef ég væri í kringum 10 ára. Kúrekar að berjast við geimverur hljómar óneitanlega töff. Það hljómar sömuleiðis töff að hugsa til þess að kúrekarnir séu leiknir af Bond og Indy (ásamt bráðskemmtilegum aukaleikurum á borð við Sam Rockwell, Paul Dano og Clancy Brown). Smá meiri yfirferð á handritið hefði getað gert myndina virkilega góða og algjör endurskrifun með aukið tillit til nýjunga hefði getað gert þetta að einhverju mögnuðu. Á endanum sætti ég mig svosem við það að hafa bara fengið mjög fínt bíó en ekki neitt verra.
7/10 - Létt sjöa.
Ég hreinlega skil ekki hvers vegna Hollywood hefur ekki tekist betur að búa til bíómyndir sem sameina þá tvo geira sem nördinn í mér elskar mest. Einu amerísku sci-fi vestrarnir sem mig rámar í - fyrir utan kannski Serenity - eru Wild Wild West, Jonah Hex og Priest, og það eru myndir sem mig langar helst ekki til að horfa á aftur. Þetta á ekki að vera svona erfitt, eða hvað? Greinilega virðist Jon Favreau vera miklu nær því að skilja hvað það er sem manni eins og mér langar til að sjá í svona samsuðu. Hann er auðvitað nörd og það skiptir líklegast öllu að leikstjórarnir séu það þegar svona tilraunir eru gerðar. Cowboys & Aliens reynir kannski að vera örlítið meira en hún er inn við beinið, en henni tekst prýðilega að sameina geiranna og sjá til þess að maður gangi sáttur út.
Reyndar hef ég aldrei verið sérstaklega hrifinn af Favreau sem leikstjóra. Sem leikari er sagan allt önnur og á því sviði á hann mjög auðvelt með að stela senunni. Sem kvikmyndagerðarmaður er hann oftast bara jafn góður og handritin eru sem hann styðst við. Helsti styrkur hans er sá að hann er mjög góður að velja og meðhöndla leikara en að mínu mati hafa allar myndirnar hans mátt hafa gengið í gegnum smá fínpússun hvað handrit varðar. Iron Man-myndirnar hittu t.d. ekki alveg í mark hjá mér útaf þessari ástæðu og persónulega vil ég meina það að besta myndin hans Favreau sé jólaperlan Elf. Ég set þessa samt í annað sætið og satt að segja sé ég talsverðar framfarir hjá honum núna, en veikasti hlekkur myndarinnar kemur mestmegnis handritinu við. Það er dálítið neyðarlegt þegar heilir fimm einstaklingar eru titlaðir fyrir því.
Cowboys & Aliens er í rauninni mjög dæmigerður vestri sem hefur verið blandaður við staðlaða vísindaskáldsögu í Spielberg-stíl. Hefði Favreau valið sér aðeins aðra af þessum myndum hefði afraksturinn örugglega ekki orðið tímans virði, en í sameiningu er soddan fjör í þessu.
Myndin byrjar ótrúlega vel og fannst mér fyrstu 30 mínúturnar lofa bara virkilega góðu. Daniel Craig sýnir enn og aftur hversu grjótharður hann er (enda Steve McQueen endurfæddur - nema hann brosti oftar), Harrison Ford fær fyrsta alvöru hlutverkið sitt í mörg, mörg ár og aukaleikar fá einnig að láta ljós sitt skína. Fyrsta geimveruinnrásin er skemmtileg og sekkur maður inn í annan þriðjung myndarinnar með gríðarlegum áhuga. Það er hins vegar akkúrat í kringum þennan miðhluta þar sem myndin fer dálítið sígandi og breytist í voða hefðbundna sögu þar sem hópur persóna þarf að komast frá punkti A til B (bætið svo við heldur asnalegu plott-tvisti þarna inn á milli). Þarna hættir myndin að verða hörkugóð og verður bara ágæt. Svo tekur hún aftur smá kipp á seinustu 20 mínútunum, en þrátt fyrir það finnst manni ekki eins og eitthvað mikið nýtt sé í gangi. Miðað við fersku grunnhugmyndina hefði maður nefnilega helst viljað einhverjar nýjungar þarna í endann.
Ég gef samt myndinni fullt af jákvæðum stigum fyrir að ná að haldast á floti þegar hún stýrist af svona alvarlegum tón. Þessi ákvörðun hefði auðveldlega getað skilað frá sér vandræðalegri niðurstöðu sem hefði verið líklegri til að skapa kjánahroll heldur en eitthvað jákvæðara. Jafnvel titillinn virðist gefa til kynna að myndin sé engan veginn að taka sig alvarlega. Smá meiri húmor hefði alls ekki eyðilagt neitt, segi ég, en þarna erum við einmitt með merki um að leikstjórinn sé að reyna að miða aðeins ofar en að matreiða pjúra afþreyingarmynd. Hann vill að við elskum allar persónurnar og sogumst inn í átökin. Gallinn er bara sá að átökin fara nánast beint eftir formúlum, og einu tvær persónurnar sem fá einhverja smá dýpt eru þær sem Craig og Ford leika. Þeir eru líka langbestir á skjánum og eiga þau helstu atriði sem standa upp úr.
Umbúðirnar eru alveg skotheldar; Sviðsmyndirnar, búningarnir, kvikmyndatakan (Matthew Libatique er líka einn sá fremsti í dag), tónlistin, tæknibrellurnar. Geimveruhönnunin er kannski ekki sú frumlegasta, en hún kemur engu að síður vel út. Ég sætti mig allavega betur við hana hér en í Super 8. Cowboys & Aliens gengur samt upp þegar uppi er staðið. Hún er aðeins meira af gamla skólanum heldur en undanfarnar hasarmyndir sumarsins en fyrir mitt leyti er það ekkert til að setja út á. Ég hefði litið á þetta sem eina af mínum uppáhaldsmyndum ef ég væri í kringum 10 ára. Kúrekar að berjast við geimverur hljómar óneitanlega töff. Það hljómar sömuleiðis töff að hugsa til þess að kúrekarnir séu leiknir af Bond og Indy (ásamt bráðskemmtilegum aukaleikurum á borð við Sam Rockwell, Paul Dano og Clancy Brown). Smá meiri yfirferð á handritið hefði getað gert myndina virkilega góða og algjör endurskrifun með aukið tillit til nýjunga hefði getað gert þetta að einhverju mögnuðu. Á endanum sætti ég mig svosem við það að hafa bara fengið mjög fínt bíó en ekki neitt verra.
7/10 - Létt sjöa.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Roberto Orci, Alex Kurtzman, Damon Lindelof, Mark Fergus
Framleiðandi
Universal Pictures
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
10. ágúst 2011
Útgefin:
15. desember 2011
Bluray:
15. desember 2011