Scarlett Johansson var of kynþokkafull fyrir Fincher

Eins og vonandi flestir, býð ég óeðlilega spenntur eftir næstu mynd meistarans David Finchers, The Girl with the Dragon Tattoo. Leikstjórinn var í viðtali við tímaritið Vogue nýlega og talaði þar m.a. um áheyrnarpurfurnar fyrir hlutverk Lisbeth Salander og hvernig ein stórleikkona var of kynþokkafull fyrir hlutverkið: „Sko, við sáum margt og magnað fólk og Scarlett [Johansson] var frábær. Þetta var æðisleg áheyrnarprufa, en málið með Scarlett er að þú getur ekki beðið eftir að hún taki af sér fötin.“

Hvernig er það vandamál? „Salander ætti að vera eins og E.T., ef þú setur E.T. dúkkur á markað áður en myndin kemur út á fólk eftir að segja, ‘Hvað er þetta litla skrýtna dót?’ Jæja, veistu hvað? Þegar að hann felur sig undir rúminu og stelur namminu, elskarðu hann! Salander verður að vera þannig.“

Þrátt fyrir þessa einkennilegu lýsingu, er auðveldlega hægt að skilja hví Rooney Mara var frekar valin, eins og Fincher segir: „Það voru allar þessar mismunandi útgáfur af Salander, en sú sem hafði mestu lögin var útgáfa Möru.“