Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

The Girl with the Dragon Tattoo 2011

(Karlar sem hata konur)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 21. desember 2011

The Feel Bad Movie Of Christmas

158 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 86% Critics
The Movies database einkunn 71
/100
Tilnefnd til 5 Óskarsverðlauna. Vann Óskarsverðlaun fyrir klippingu. Tilnefnd til BAFTA verðlauna fyrir kvikmyndatöku og tónlist. Fleiri verðlaun og tilnefningar.

Mikael Blomkvist er blaðamaður sem dag einn tekur að sér að rannsaka 40 ára gamalt hvarf stúlku einnar, frænku auðkýfings að nafni Henrik, en hann hefur reynt að ráða gátuna upp á eigin spýtur í öll þessi ár án árangurs. Mikael sér fljótlega að málið er athyglisvert, ekki síst vegna þess að hann byrjar að fá aðstoð frá dularfullri ungri... Lesa meira

Mikael Blomkvist er blaðamaður sem dag einn tekur að sér að rannsaka 40 ára gamalt hvarf stúlku einnar, frænku auðkýfings að nafni Henrik, en hann hefur reynt að ráða gátuna upp á eigin spýtur í öll þessi ár án árangurs. Mikael sér fljótlega að málið er athyglisvert, ekki síst vegna þess að hann byrjar að fá aðstoð frá dularfullri ungri stúlku sem kann ekki bara á tölvur heldur virðist búa yfir einhverri sértækri þekkingu á þessu tiltekna máli ...... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Hollywood er stundum betra
Margir hafa deilt um það hvort þessi endurgerð sé tilgangslaus... og hún er það, þannig séð, en mér finnst að engin góð mynd sé tilgangslaus svo ég verð að vera á báðum áttum þar sem ég gjörsamlega fílaði þessa mynd í botn. Mér leist ekkert á það að fá endurgerð, enter David Fincher og þá var þetta allt önnur saga. Allt sem þessi maður tekur fyrir sig er áhugavert. Þetta eru ekki allt meistaraverk en öll mjög áhugaverð og oftast skemmtileg. Næst fylgdi Daniel Craig og þá var þessi endurgerð orðinn að ansi góðri hugmynd. Allavega fyrir endurgerð.

Myndin fylgir bókinni mjög vel eftir og aðeins smáatriðum hefur verið breytt t.d. að fangelsisvist = aðeins peningaupphæð og eitthvað annað lítið. Það sem kom mér mest á óvart er hversu hrikalega vel Rooney Mara stóð sig. Ég verð bara að segja eins og er, hún er léttilega eins góð og Noomi Rapace sem er talsvert afrek. Ég get ekki dæmt hver er betri þar sem þær eru svolítið ólíkar en mér finnst að Rooney sé aðeins meira „gritty“ Lisbeth. Atriðin milli Lisbeth og fjárhaldamannsins eru líka aðeins ógeðfelldari og setja mann mun meira inn í senuna.

Noomi Rapace er ekki eina sem hefur verið skákað úr fyrrverandi leikhópnum því Daniel Craig stendur sig virkilega vel sem Mikael. Ég hef aldrei verið eitthvað hrifinn af frammistöðu Nyquist í upprunalega þríleiknum þótt að hann átti frábæran samleik með Rapace. Daniel Craig er útlitslega verri valkosturinn sem rannsóknarblaðamaður en frammistaða hans er góð og hann selur hlutverkið algjörlega. Múdið í myndinni er líka ótrúlega einkennilegt og skemmtilega myrkt. Þrátt fyrir það er einhver húmor en eins og ég bjóst reyndar við, ekki mikill.

Trent Reznor og félagi hans, Atticus Ross, semja aftur tónlistina og bregðast ekkert í þetta sinn. Flotta er að tónlistin er ekki mjög áberandi eins og í seinustu mynd Fincher og co. en hún hefur samt lúmskt mikið áhrif á allt saman. Það eru oftast bara léttir tónar sem gera senuna. Þetta minnti smávegis á tónlistina úr gömlu The Thing. Immigrant-útgáfan þeirra var líka algjört meistaraverk og passaði vel við abstrakt opnunarsenuna sem minnti undarlega mikið á James Bond. Svo kom skot af Daniel Craig í jakkafötum, sem bætti ekkert Deja Vu-tilfinninguna en eftir nokkrar mínútur með Craig er það alveg á hreinu að þetta er Mikael Blomkvist.

Ég hafði ótrúlega gaman að myndinni. Hún er löng og þrátt fyrir afar hægt flæði er alltaf eitthvað í gangi. Allar frammistöður eru afbragð og öll hlutverk eru vel skipuð reyndum leikurum. David Fincher hefur trompað upprunalegu myndinni með stæl. Hún er myrkari, óþægilegri og almennt allt er betra. Svo er útlitið líka flott, enda big budget-mynd. Ég mæli með þessari fyrir alla sem hafa gaman að hægum spennumyndum eða bara góðum myndum almennt.

9/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

20.08.2022

Sjö kvikmyndir eins og Where the Crawdads Sing

Ráðgátan, spennutryllirinn og dramað Where the Crawdads Sing, eða Þar sem krabbarnir syngja, í lauslegri íslenskri snörun, var frumsýnd í vikunni í íslenskum bíóhúsum. Myndarinnar hefur lengi verið beðið enda er hún ...

08.05.2020

Bíóplaköt sem þóttu ekki kvikmyndahúsum bjóðandi

Það er vanmetin listgrein að hanna grípandi kvikmyndaplakat. Flottustu veggspjöldin geta vakið upp mikla forvitni fyrir verkinu en um leið endurspeglað fullkomlega innihald þess. En veggspjöld eru vissulega notuð fyrst og fre...

12.02.2018

Killing leikarar í endurgerð Hönnu

Streymisveita Amazon ætlar að framleiða sjónvarpsþáttaseríu eftir spennumyndinni Hanna, og nú er búið að finna aðalleikarana. Þeir eru engir aðrir en þau Joel Kinnaman og Mireille Enos, sem áður leiddu saman hesta...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn