Scarlett er byrjuð í hljómsveit

Einhverjir tóku væntanlega eftir því þegar Óskarsverðlaunin voru afhent aðfararnótt mánudagsins síðasta að leikkonan Scarlett Johansson söng eitt laganna sem tilnefnt var sem besta lag í kvikmynd. Lagið heitir Before My Time og er úr kvikmyndinni Chasing Ice. Lagið varð þó að lúta í lægra haldi fyrir Adele og lagi hennar Skyfall úr samnefndri James Bond mynd.

Hlustið á Scarlett flytja lagið hér fyrir neðan:

Þetta sýnir að leikkonunni er margt til lista lagt, en í sjónvarpsþættinum Live With Kelly and Michael, upplýsti þessi 28 ára leikkona að hún væri að stofna nýja kvennahljómsveit. „Við köllum okkur The One and Only Singles,“ sagði Scarlett.

Scarlett er annars upptekin þessa dagana við að leika á sviði á Broadway í New York í leikritinu Cat on a Hot Tin Roof .

„Það er gaman að þessu, ég gat ekki ímyndað mér að ég myndi verða tilnefnd til Óskarsverðlauna ásamt Adele. Það kom mér mikið á óvart,“ sagði Scarlett og hló.  „Þetta er mjög falleg heimildarmynd sem heitir Chasing Ice. Vinur minn Jay Ralph samdi alla tónlistina í myndinni. Hann hringdi í mig og við gerðum þetta lag. Þetta er fallegt lag, en mér datt aldrei í hug að það yrði tilnefnt til Óskarsverðlauna.“