Lokkar fórnarlömbin til sín

scarlettFyrsta stikla í fullri lengd úr kvikmyndinni Under the Skin, með Scarlett Johansson í aðalhlutverki hefur ratað á veraldarvefinn. Johansson leikur geimveru í mannsmynd sem þvælist um Skotland og lokkar puttaferðalanga upp í bíl sinn og drepur þá.

Under the Skin er leikstýrð af Jonathan Glazer, sem áður hefur gert myndirnar Sexy Beast og Birth.

Gerð myndarinnar komst í fréttirnar fyrir stuttu, vegna þess að myndin var að hluta til tekin upp með földum myndavélum. Leikstjórinn lét þá Johansson keyra upp að mönnum til þess að tæla þá upp í bíl. Þessir menn vissu ekki að þeir væru hluti af kvikmynd og héldu einungis að kona væri að bjóða þeim far. Senurnar heppnuðust það vel að þær rötuðu í kvikmyndina.