Myndin fjallar um Isserley (Scarlett Johansson), konu sem fer í ferð í gegnum Skotland og notfærir sér stóra og kraftalega puttaferðalanga. Þetta er ekki einhver gömul norn, eins og gefur að skilja fyrst að Johansson er í aðalhlutverkinu, heldur er þetta geimvera sem hefur tekið á sig mannsmynd og notar kyntöfra sem beitu til að lokka fórnarlömbin til sín.