Náðu í appið

Sexy Beast 2000

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 19. október 2001

Sometimes It's Hard To Say No

89 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 87% Critics
The Movies database einkunn 7
/10
The Movies database einkunn 79
/100

Gal, fyrrum glæpamaður, lifir hamingjuríku lífi ásamt eiginkonu sinni Deedee í fallegu húsi á Spáni. Don Logan, virtur innan mafíunnar og gamall "vinur" Gal, birtist skyndilega. Hann vill fá Gal með sér í stórt verkefni í London, ásamt vel völdum öðrum félögum. Þegar Gal hafnar honum ítrekað, þá verður Don sífellt meira ógnandi, hann tekur ekki nei... Lesa meira

Gal, fyrrum glæpamaður, lifir hamingjuríku lífi ásamt eiginkonu sinni Deedee í fallegu húsi á Spáni. Don Logan, virtur innan mafíunnar og gamall "vinur" Gal, birtist skyndilega. Hann vill fá Gal með sér í stórt verkefni í London, ásamt vel völdum öðrum félögum. Þegar Gal hafnar honum ítrekað, þá verður Don sífellt meira ógnandi, hann tekur ekki nei sem gilt svar. Hversu langt mun Don ganga til að fá sínu framgengt? Hvaða möguleikar eru í stöðunni fyrir Gal? Mun þetta einhverntímann taka enda?... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (7)

Flottur leikur
Það er alltaf hægt að treysta á góða mynd þegar maður velur úr "Við mælum með" rekkanum í Laugarásvideo. Þessi mynd er algjör gullmoli. Ég er líka mjög veikur fyrir myndum um bankarán. Þessi mynd snýst samt meira um forleikinn og skemmtilegar samræður milli Ray Winstone og Ben Kingsley.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sexy Beast fjallar um náunga að nafni Gal ( Ray Winston ), sem er fyrrverandi þjófur og dvelur nú á Spáni í lúxusíbúð, og er hættur allri sóðavinnu. En það breytist allt þegar hálf geðveikur gæpamaður að nafni Don Logan ( Ben Kingsley ) kemur heim til hans, og bíður honum eitt en starf. Kona Gal´s fer á flipp út af þessu og Gal stendur við sitt og segir honum að hann sé sestur í helgan stein. Þessu tekur Logan illa og hótar Gal öllu illu. En hann Gal stendur sem fastast á sínu og mun ekki breyta til. Hinn geðilli Don Logan snýr aftur heim en er rekinn úr flugvél sinni þegar hann neitar að slökkva í sígarettu sem hann hafði kveikt í. Í geðveikis kasti tekur hann leigubíl til baka að íbúð Gal´s, og ætlar að drepa hann. Það tekst þó illa, og er Logan sjálfur myrtur grimmdarlega. En út af dauða Logan´s heldur Gal til London og tekur þátt í ráninu. Hann segir að Gal hafi hringt í sig frá Bretlandi, og sagt að allt væri í lagi. En þessu trúir maðurinn á bakvið ránið ekki alveg. Í fyrsta lagi er leikurinn í hæsta gæðaflokki, og stendur hann Ben Kingsley sig ótrúlega. Hann leikur hinn snarbilaða Don Logan meistaralega, og á skilið óskar fyrir þessa frábæru takta sem hann sýndi, hann leikur klárlega eina af eftirminnilegustu persónum sem ég hef séð. Svo var Ray Winston frábær sem Gal, og einnig voru Amanda Redman, Cavan Kendall og Ian McShane mjög góð. Kvikmyndatakan var mjög sérstök og skemmtileg, og leikstjórnin fín, og handritið frábært. Og hér vil ég taka það skýrt fram að þetta er ekki nein eftirherma af tveimur öðrum breskum krimma myndum, Lock Stock...og Snatch, og reynir það heldur ekki. Neibbs, þetta er fersk og raunveruleg mynd, engin Hollywood formúluklisja um þjóf að gera sitt síðasta verk, það mundi ég ekki sætta mig við. Húmorinn í myndinni var einnig mjög góður, svona frekar dökkur. Ég vil þó kvarta yfir lengd hennar, hún er aðeins 90 mínutur, það er sem sagt mjög stutt.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sexy Beast er að mínu mati ein óvæntasta glæpamynd sem ég hef séð undanfarna tíð, áður hafði ég svo litla sem enga löngun til að sjá hana, en svo skellti ég mér á hana vegna góðra dóma og hún var bara mun áhugaverðari, flottari og skemmtilegri en ég áður hélt. Ray Winstone leikur Gal Dove, sem er fyrrverandi glæpamaður og er sestur er í helgan stein. Hann býr í sinni paradís á Spáni ásamt eiginkonu sinni. Dag einn kemur geðbilaður maður til hans, Don Logan (leikinn snilldarlega af Ben Kingsley) að nafni. Don er að bjóða honum um að taka þátt í ráni í London, Gal vill helst ekki koma sér aftur á glæpabrautina en hann veit vel hvað það er erfitt að segja nei við Logan. Sagan er í raun mjög einföld og persónurnar eru allar skemmtilegar. Sexy Beast inniheldur skemmtilegan og dökkan húmor, og einnig mjög ógeðfelld atriði. Handritið er gott, myndatakan er snilld og samtölin eru pottþétt. Eins og ég var að minnast á að þá leikur Kingsley alveg snargeggjaðan mann og leikur hann alveg prýðilega, það er verulega sjaldgæft þar sem maður fær að sjá hann svona. Hann er senuþjófur myndarinnar og er eitt íkon breskra leikara. Þótt myndin sé í raun bara tæplega einn og hálfur tími á lengd er hún miklu lengri að líða. Ég mæli eindregið með þessari mynd, þetta er hin fínasta afþreying frá upphafi til enda
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ben Kingsley gerir meira en að fara á kostum í þessari mynd, hann á hér leiksigur einn svo gríðarlegan að sjaldan hefur annað eins sést. Hann hreinlega eignar sér myndina þegar hann er fyrir augum manns, jafnvel svo mjög að maður sér varla hversu góður Ray Winston, sem leikur á móti honum, er. Þetta tvíeyki, ásamt vel uppbyggðu handriti, skemmtilegri leikstjórn og kvikmyndatöku, gera það að verkum að hér er á ferðinni mynd sem allir ættu að sjá. Hún er hreint frábær, og heldur manni föstum alveg fram á lokamínútu. Breskir krimmar hreinlega verða ekki betri, og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í þessari kvikmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Fersk og skemmtileg glæpamynd sem fjallar um fyrrverandi þjófinn Gary sem hefur lifað lúxuslífi á Spáni síðan að hann settist í helgan stein. Dag einn bankar gamall samstarfsfélagi hans, Don, upp á og vill sá reyna að fá hann til þess að taka þátt í bankaráni. Gary sýnir þessu í byrjun mikinn mótþróa en Don er samkölluð skepna og beitir hann allra ráða til þess að snúa hug hans. Ben Kingsley skilar ótrúlega kraftmikilli frammistöðu sem Don og aðrir leikarar eru ekki mikið síðri. Sjónræni stíll myndarinnar er einnig einstaklega góður ásamt hljóðrásinni. Sexy Beast hefur verið talin ein af fjórum bestu myndum ársins hingað til af fólki sem ég tek yfirleitt mark á og því ekki að undra að þetta hafi verið góð skemmtun. Ég er reyndar ekki sammála því að hún sé það góð, en hún bíður óneitanlega upp á velkomna tilbreytingu frá formúlukenndu Hollywood-myndunum sem hafa tröllriðið kvikmyndahúsunum undanfarið. Fyrir utan hina stórgóðu leikara hreifst ég líka af því hvernig nokkrir hlutir eru skildir eftir opnir til túlkunar af áhorfendum ásamt því hversu sérstök myndin er. Þeir sem halda upp á breskar glæpamyndir ættu alls ekki að missa af þessari. Það er samt alveg ljóst að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í Sexy Beast.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn