Pride & Prejudice & Zombies fær leikstjóra

Á tímabili virtist maður ekki getað þverfótað fyrir vampírumyndum, en næsta hrollvekjuæði er handan við hornið og virðast uppvakningar ætla að koma sterkt inn á næsta ári. Kvikmyndin Pride and Prejudice and Zombies, sem er byggð á samnefndri bók, hefur verið í bígerð í þónokkurn tíma og hefur nú loksins fengið til sín leikstjóra. Mike White heitir kappinn og er hvað þekktastur fyrir samstarf sitt með Jack Black, en White skrifaði handritin að Orange County, School of Rock og Nacho Libre.

Pride and Prejudice and Zombies fjallar um persónurnar úr hinni klassísku sögu eftir Jane Austen. Pride and Prejudice eftir Austen kom fyrst út árið 1813 og fjallaði um ástir og örlög Bennet fjölskyldunnar. Í nýju sögunni, sem kom út 2009, er þeim gert heldur erfitt fyrir þegar hinir dauðu taka upp á því að rísa úr gröfum sínum og éta allt sem þeir komast í. Enn hefur ekki verið ráðið leikara í myndina en Natalie Portman yfirgaf framleiðsluna fyrir nokkru. Hafa leikarar á borð við Scarlett Johansson og Bradley Cooper verið orðuð við myndina.

-Bjarki Dagur

Pride & Prejudice & Zombies fær leikstjóra

Á tímabili virtist maður ekki getað þverfótað fyrir vampírumyndum, en næsta hrollvekjuæði er handan við hornið og virðast uppvakningar ætla að koma sterkt inn á næsta ári. Kvikmyndin Pride and Prejudice and Zombies, sem er byggð á samnefndri bók, hefur verið í bígerð í þónokkurn tíma og hefur nú loksins fengið til sín leikstjóra. Mike White heitir kappinn og er hvað þekktastur fyrir samstarf sitt með Jack Black, en White skrifaði handritin að Orange County, School of Rock og Nacho Libre.

Pride and Prejudice and Zombies fjallar um persónurnar úr hinni klassísku sögu eftir Jane Austen. Pride and Prejudice eftir Austen kom fyrst út árið 1813 og fjallaði um ástir og örlög Bennet fjölskyldunnar. Í nýju sögunni, sem kom út 2009, er þeim gert heldur erfitt fyrir þegar hinir dauðu taka upp á því að rísa úr gröfum sínum og éta allt sem þeir komast í. Enn hefur ekki verið ráðið leikara í myndina en Natalie Portman yfirgaf framleiðsluna fyrir nokkru. Hafa leikarar á borð við Scarlett Johansson og Bradley Cooper verið orðuð við myndina.

-Bjarki Dagur