Aðalleikarar
Leikstjórn
Þau sem hafa lesið bók Jane Austen eða séð BBC sjónvarpsþættina (Colin Firth & Jennifer Ehle) hljóta að eiga erfitt með að sætta sig við þessa mynd. Keira Knightley er óskaplega sæt og brosir fallega, það er ekki málið, en hún nær ekki að túlka Elizabeth Bennett. Matthew McFayden er gjörsamlega vonlaus sem Fitzwilliam Darcy og ekki var hinn aulalegi Mr. Bingley betri (ég vorkenndi aumingja Jane). Umhverfi Bennett fjölskyldunnar virkar líka á mann eins og um lummulegustu kotbændur sé að ræða. Samtölin eru stytt og þeim breytt klaufalega sem eru reginmistök þar sem hin frábæru samtöl eru líklega veigamesti þátturinn í sögu Austen. Ég verð þó sýna því skilning að stytta hefur þurft söguna töluvert til að troða henni í 2 tíma bíómynd. Finnst þó að hér hefði mátt gera mun betur. Eitt af því versta við myndina er að það vantar algjörlega hrokann og fordómana sem skína í gegn í sögunni, auk þess sem farið er heldur frjálslega með klæðaburð og mannasiði. Til að skilja söguna verð ég að mæla með því að lesa bókina og fylgja því eftir með því að horfa á BBC-seríuna sem ég minntist á hér á í byrjun. Gef myndinni þó tvær stjörnur fyrir tónlist og fallegar umhverfissenur.
Myndin var vel gerð, en það sem mér fannst við þessa mynd, var leikur Keira Knightley og Matthew McFayden, mér fannst þau leiðinleg í hlutverkum sínum og ekki vera réttar persónur til að leika hlutverk Elizabethar og Darcy.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Joe Pesci, Emma Thompson, Deborah Moggach
Vefsíða:
www.facebook.com/PrideandPrejudiceMovie
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
20. janúar 2006