Náðu í appið
Öllum leyfð

Pride and Prejudice 2005

(Pride )

Frumsýnd: 20. janúar 2006

Sometimes the last person on earth you want to be with is the one person you can't be without.

127 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 87% Critics
The Movies database einkunn 82
/100

Myndin er byggð á skáldsögu Jane Austin um fimm systur, Jane, Elzabeth, Mary, Kitty og Lydia Bennet, sem búa á Englandi á Georgíska tímanum. Líf þeirra fer allt úr skorðum þegar auðugur ungur maður, Mr. Bingley, og besti vinur hans, Mr. Darcy, koma í sveitina.

Aðalleikarar


Þau sem hafa lesið bók Jane Austen eða séð BBC sjónvarpsþættina (Colin Firth & Jennifer Ehle) hljóta að eiga erfitt með að sætta sig við þessa mynd. Keira Knightley er óskaplega sæt og brosir fallega, það er ekki málið, en hún nær ekki að túlka Elizabeth Bennett. Matthew McFayden er gjörsamlega vonlaus sem Fitzwilliam Darcy og ekki var hinn aulalegi Mr. Bingley betri (ég vorkenndi aumingja Jane). Umhverfi Bennett fjölskyldunnar virkar líka á mann eins og um lummulegustu kotbændur sé að ræða. Samtölin eru stytt og þeim breytt klaufalega sem eru reginmistök þar sem hin frábæru samtöl eru líklega veigamesti þátturinn í sögu Austen. Ég verð þó sýna því skilning að stytta hefur þurft söguna töluvert til að troða henni í 2 tíma bíómynd. Finnst þó að hér hefði mátt gera mun betur. Eitt af því versta við myndina er að það vantar algjörlega hrokann og fordómana sem skína í gegn í sögunni, auk þess sem farið er heldur frjálslega með klæðaburð og mannasiði. Til að skilja söguna verð ég að mæla með því að lesa bókina og fylgja því eftir með því að horfa á BBC-seríuna sem ég minntist á hér á í byrjun. Gef myndinni þó tvær stjörnur fyrir tónlist og fallegar umhverfissenur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin var vel gerð, en það sem mér fannst við þessa mynd, var leikur Keira Knightley og Matthew McFayden, mér fannst þau leiðinleg í hlutverkum sínum og ekki vera réttar persónur til að leika hlutverk Elizabethar og Darcy.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

16.11.2010

Pride & Prejudice & Zombies fær leikstjóra

Á tímabili virtist maður ekki getað þverfótað fyrir vampírumyndum, en næsta hrollvekjuæði er handan við hornið og virðast uppvakningar ætla að koma sterkt inn á næsta ári. Kvikmyndin Pride and Prejudice and Zomb...

22.10.2015

16 bestu Zombie myndir allra tíma

Uppvakningamyndir ( myndir um mannakjötsétandi hræðilega illa útlítandi lifandi dauðar rotnandi manneskjur sem ráfa um í leit að lifandi fólki til að éta ) hafa verið gríðarlega vinsælar undanfarin ár, og virðist...

09.10.2015

Uppvakningaplága á Englandi - Fyrsta stikla!

Ný mynd eftir skáldsögu Seth Grahame-Smith er væntanleg í bíó í Bandaríkjunum í febrúar nk., en margir muna væntanlega eftir Abraham Lincoln: Vampire Hunter sem gerð var eftir sögu sama höfundar. Þessi nýja mynd...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn