Ný mynd Cooper beint á Netflix

Nýjasta kvikmynd leikarans og leikstjórans Bradley Cooper, sem var framleidd af Paramount kvikmyndaverinu árið 2018, og fjallar um hinn goðsagnakennda hljómsveitarstjóra Leonard Bernstein, er á leiðinni á Netflix, án frekari afskipta Paramount. Myndin er framleidd af leikstjóranum Martin Scorsese, og er því önnur myndin í röð úr smiðju Scorsese sem fer beint á streymisveituna, en […]

Stjarna fæðist á toppnum

Svo virðist sem hin stórgóða drama- og tónlistarkvikmynd A Star is Born sé að spyrjast firnavel út meðal landsmanna, því myndin gerir sér nú lítið fyrir og fer á topp íslenska bíóaðsóknarlistans, eftir fjórar vikur í sýningum. Toppmyndin í Bandaríkjunum, Halloween, sem margir hafa beðið eftir með mikilli eftirvæntingu, nær því aðeins öðru sæti listans. […]

Andhetja enn vinsælust

Enn er Marvel ofurhetjukvikmyndin Venom, með Tom Hardy í titilhlutverkinu, hlutverki andhetjunnar Venom, vinsælasta kvikmynd landsins. Mjótt var þó á munum því söngvamyndin og Óskarskandidatinn A Star Is Born velgdi henni verulega undir uggum í öðru sæti íslenska bíóaðsóknarlistans. Þriðja sæti listans fellur svo hinum bráðskemmtilega Johnny English í skaut í þriðju English myndinni, Johnny […]

Landsliðið valdi A Star is Born

Íslenska landsliðið í fótbolta fer gjarnan í bíó til að slaka aðeins á fyrir leiki, og engin undantekning var gerð nú fyrir leikinn við Sviss, sem hefst nú eftir skamma stund. Samkvæmt frétt frá SAM bíóunum þá ákvað liðið að skella sér í SAMbíóin í Egilshöll í þetta skipti, nánar tiltekið á laugardaginn síðasta. Strákarnir […]

Cooper yrði níundi Óskarstilnefndi fyrir bæði leik og leikstjórn

Bradley Cooper er líklega í sjöunda himni þessa dagana útaf góðum viðtökum sem nýjasta kvikmynd hans A Star is Born er að fá, en myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrr í haust, og fékk þar glimrandi dóma. Margir hafa spáð Cooper Óskarstilnefningum, bæði fyrir leik hans í myndinni, og fyrir leikstjórnina. Spávefsíðan Goldderby.com […]

Cooper verður fallhlífarhermaður fastur á óvinalandi

Bradley Cooper hefur verið ráðinn í hlutverk fallhlífarhermanns sem starfar í óvinalandi, í Seinni heimstyrjaldarmyndinni Atlantic Wall.  Gavin O´Connor mun leikstýra eftir handriti Zach Dean. Myndin fjallar um fallhlífarhermann sem er strandaglópur öfugu megin víglínunnar, nokkrum klukkustundum áður en bandamenn ráðast inn í Normandí í Frakklandi. Verkefni hans er að útvega upplýsingar sem geta haft […]

Handrit Guardians of the Galaxy Vol. 2 tilbúið

James Gunn, sem leikstýrði Guardians of the Galaxy, hefur lokið við handrit framhaldsmyndarinnar Guardians of the Galaxy Vol. 2. Gunn tilkynnti um áfangann á Facebook og Instagram með því að setja þar mynd af forsíðu handritsins. Þar kemur fram að um fimmta og síðasta uppkastið er að ræða. „Þetta gerist þegar þú setur heilann á […]

Marsbúinn enn á toppnum – 430 milljónir í tekjur

Engri nýrri mynd tókst að velta The Martian af toppnum yfir aðsóknarmestu myndir helgarinnar í Norður-Ameríku.  The Martian, með Matt Damon í aðalhlutverki, var í toppsætinu aðra helgina í röð með tekjur upp á 11,4 milljónir dala. Samtals hefur hún náð inn 182,8 milljónum dala heima fyrir en utan N-Ameríku hefur hún náð inn 245 milljónum […]

Brennir allar brýr – Fyrsta stikla úr Burnt!

Bandaríski leikarinn Bradley Cooper hefur leikið fjölbreytt hlutverk síðustu misserin. Hermann í American Sniper, afmyndaðan mann í leikritinu Elephant Man, og nú síðast homma sem er enn inn í skápnum, í Netflix seríunni Wet Hot American Summer. Í sinni nýjustu mynd, Burnt, leikur Cooper, sem er 40 ára gamall, matreiðslumann, sem hefur átt í erfiðleikum […]

Ný mynd frá Eastwood frumsýnd

Nýjasta mynd leikstjórans Clint Eastwood, American Sniper, verður frumsýnd föstudaginn 16. janúar. Myndin fjallar um sanna sögu bandaríska hermannsins og leyniskyttunnar Chris Kyle sem staðfest er að hafi komið að minnsta kosti 160 óvinum í Írak fyrir kattarnef og þurfti oft að taka erfiðar ákvarðanir. Myndin hefur hlotið nánast einróma lof gagnrýnenda. Það er Bradley Cooper sem leikur Kyle […]

Nýjar myndir úr American Sniper

Nýjasta kvikmynd Clint Eastwood, American Sniper, verður frumsýnd á næsta ári. Framleiðslufyrirtæki myndarinnar, Warner Bros, birti nýjar ljósmyndir úr myndinni í dag. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og fjallar um leyniskyttuna Chris Kyle sem hefur drepið yfir 150 manneskjur, sem er það mesta í sögu bandaríska hersins. Í myndinni fáum við innsýn í líf Kyle, í túlkun […]

American Sniper stikla – Cooper miðar á dreng

Fyrsta stiklan er komin út fyrir nýjustu mynd Clint Eastwood, American Sniper, og það er óhætt að segja að hún sendi kaldan hroll niður bakið á manni. Í stiklunni fáum við innsýn í aðalpersónu myndarinnar, Chris Kyle, í túlkun Bradley Cooper, afkastamestu leyniskyttu í sögu Bandaríkjanna, og maður fær að kynnast hverskonar ákvörðunum hann hefur […]

Lawrence og Cooper leiða saman hesta sína á ný

Fyrsta stiklan úr nýjustu kvikmynd Susanne Bier hefur verið opinberuð. Jennifer Lawrence og Bradley Cooper leiða saman hesta sína í þriðja sinn í dramamyndinni Serena sem fjallar um Pemberton timburstórveldið á fyrri hluta síðustu aldar. Lawrence og Cooper hafa áður leikið saman í myndunum Silver Linings Playbook og American Hustle, sem báðar voru leikstýrðar af David O. […]

Fyrsta myndin úr Guardians of the Galaxy

Leikstjórinn James Gunn hefur deilt á Twitter  fyrstu ljósmyndinni úr Guardians of the Galaxy sem er væntanleg í bíó 1. ágúst vestanhafs. Með aðalhlutverkin fara Zoe Saldana sem Gamora og Chris Pratt sem Star-Lord. Þeir Bradley Cooper, Dave Bautista og Vin Diesel tala svo allir fyrir persónur í myndinni. Framleiðandinn Marvel lýsir Guardians of the […]

Cooper í Guardians of the Galaxy?

Bradley Cooper á samkvæmt Variety kvikmyndaritinu í viðræðum um að tala fyrir hinn vélbyssuleikandi Rocket Raccoon, í Guardians of the Galaxy, sem Marvel og Disney framleiða. Samningum við leikarann er ekki lokið en búið er að gera honum tilboð samkvæmt heimildum blaðsins. Myndinni er leikstýrt af James Gunn, og með helstu hlutverk fara Chris Pratt, […]

Eastwood skoðar leyniskyttu

Eftir að Steven Spielberg gekk úr skaftinu og hætti við að leikstýra myndinni American Sniper, hefur Warner Bros leitað að nýjum leikstjóra fyrir myndina. Nú er þeirri leit hugsanlega lokið en fyrirtækið á nú í viðræðum við sjálfan Clint Eastwood um að leikstýra myndinni. American Sniper er ævisöguleg mynd með Bradley Cooper í hlutverki sérsveitarmanns […]

Cooper í Lance Armstrong mynd

Warner Bros, Atlas Entertainment og leikstjórinn Jay Roach keppast nú við að koma bíómynd um Lance Armstrong, sjöfaldan sigurvegara Tour de France hjólreiðakeppninnar, sem missti æruna eftir að hann játaði stórfellda lyfjamisnotkun, á koppinn. Deadline vefurinn segir frá því að leikarinn Bradley Cooper eigi nú í viðræðum um að vera á meðal framleiðenda og leika […]

Spielberg hættur við American Sniper

Steven Spielberg er hættur við að leikstýra myndinni American Sniper með Bradley Cooper í aðalhlutverki. Samkvæmt vefsíðunni The Wrap voru Spielberg og kvikmyndaverið Warner Bros. ósammála um hversu miklum pening ætti að eyða í myndina og ákvað leikstjórinn að hverfa á braut. Þrátt fyrir það ætlar Cooper áfram að leika aðalhlutverkið og taka þátt í […]

Bale er svikahrappur – Fyrsta stikla

Fyrsta stiklan fyrir nýjustu mynd Óskarsverðlaunaleikstjórans David O. Russell ( Silver Linings Playbook ) er komin út. Myndin heitir American Hustle og helstu leikarar eru þau Christian Bale, Bradley Cooper, Amy Adams, Jeremy Renner, Jennifer Lawrence og Robert De Niro. Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: Myndin fjallar um Irving Rosenfeld, sem Bale leikur, svikahrapp frá Bronx […]

Cooper verður óþokki í villta vestrinu

Bradley Cooper er búinn að koma sér kirfilega fyrir meðal stórstjarnanna í Hollywood og getur nú valið úr hlutverkum. Hann hefur nú tekið að sér að leika aðal illmennið í myndinni Jane Got A Gun, samkvæmt frétt Empire kvikmyndaritsins. Samkvæmt fréttinni hefur ýmislegt gengið á við að klára ráðningu leikara í myndina, auk þess sem […]

Lawrence og Cooper saman á ný

Jennifer Lawrence hlaut eftirminnilega Óskarsverðlaun um helgina fyrir aðalhlutverk í The Silver Linings Playbook og mótleikari hennar Bradley Cooper fékk einnig tilnefningu. Þau leiða saman hesta sína á ný í nýjustu kvikmynd Susanne Bier sem fjallar um Pemberton timburstórveldið á fyrri hluta síðustu aldar. Cooper og Lawrence leika hjónin George og Serenu Pemberton og kemur babb […]

Cooper vill verða Armstrong

Eins og við sögðum frá á dögunum þá stendur til að gera mynd um hjólreiðamanninn Lance Armstrong sem viðurkenndi í síðustu viku að hafa svindlað allan sinn feril, og hefur verið sviptur öllum sínum helstu titlum. Leikarinn Óskarstilnefndi Bradley Cooper varð fljótur til að lýsa yfir áhuga á að leika Armstrong í þessari mynd. „Ég myndi […]

Bradley Cooper var vandræðaunglingur

Bradley Cooper var handtekinn þegar hann var unglingur. Í viðtali við Esquire sagðist leikarinn hafa valdið foreldrum sínum alls kyns vandræðum með uppátækjum sínum. „Ég var vel upp alinn. En ég lét þau ganga í gegnum alls konar rugl, Ég var handtekinn [fyrir að drekka undir lögaldri] þegar ég var 15 ára,“ sagði hinn 37 […]

Skammaður fyrir að herma eftir De Niro

Nýjasta mynd leikarans Bradley Cooper, sem þekktur er fyrir myndir eins og The Hangover 1 og 2, Silver Linings Playbook, var frumsýnd hér á landi um helgina. Nýlega tók Empire kvikmyndablaðið viðtal við Cooper í tilefni af útkomu myndarinnar og í viðtalinu, sem er hér fyrir neðan, er Cooper spurður hvort hann sé ekki örugglega búinn […]

Úlfaflokkurinn semur um laun

Árið 2009 gerðu þremeningarnir Bradley Cooper, Ed Helms og Zach Galifianakis garðinn frægan þegar að grínmyndin vinsæla, The Hangover, kom út. Í fyrra kom síðan út framhald sem olli ansi miklum vonbrigðum og leit það út fyrir að serían hefði átt að enda eftir fyrstu myndina. Serían ætlar þó ekki að hætta á næstunni því, […]

Paradise Lost frestað

Enn einni stórmyndinni sem komin var á ystu nöf með að hefja tökur hefur nú verið frestað. Paradise Lost er nýjasta fórnarlamb fjármagnskreppunnar, en myndin átti að hefja tökur strax eftir jól. Leikstjóri verður Alex Proyas (The Crow) og Hangover-stjarnan Bradley Cooper á að leika sjálfan Lúsifer, í epískri stórmynd (lauslega) byggðri á samnefndum ljóðabálki […]

Möguleg þynnka í Los Angeles

Þrátt fyrir slaka dóma tókst The Hangover: Part II að skila inn yfir $580 milljónum í kassann í ár og óhjákvæmilega þýðir það að þriðja myndin líti dagsins ljós áður en langt um líður. Leikstjórinn og handritshöfundurinn Todd Phillips vinnur núna hörðum höndum að handritinu og hingað til hefur hann gefið það í skyn að þessi þriðja […]

Bradley Cooper og hæfileikaríkur strippar

Á meðan tökum á The Hangover Part II stóð ákváðu leikararnir að bjóða tökuliðinu á klúbb sem bauð upp á nektardansa. Þeir lentu í heldur ósmekklegu atviki, ef marka má Bradley Cooper, einn aðalleikara myndarinnar. „Bangkok er þekkt fyrir þessa staði þar sem konur geta gert ýmislegt með kynfærum sínum sem maður myndi ekki halda […]

Hangover Part II plakatið lent

Nú styttist óðum í að framhald hinnar geysivinsælu The Hangover trylli lýðinn, en plakatið má nú sjá hér fyrir neðan. Fyrir stuttu lenti stutt stikla úr myndinni á netinu og fengum við að sjá brot af því ævintýri sem strákarnir lenda í, en í þetta skiptið fara þeir hamförum í Bangkok. Bradley Cooper, Zach Galifianakis, […]

Hangover Part II teaser lentur!

Þá er fyrsta almennilega brotið úr hinni væntanlegu The Hangover Part II lent á netinu. Í þessu framhaldi af einni vinsælustu gamanmynd síðari ára halda félagarnir úr fyrri myndinni til Tælands. Til stendur að halda upp á brúðkaup hins hlédræga Stu, en hlutirnir ganga ekki alveg eins og til stóð og lenda félagarnir í einn […]