Nýjar myndir úr American Sniper

Nýjasta kvikmynd Clint Eastwood, American Sniper, verður frumsýnd á næsta ári. Framleiðslufyrirtæki myndarinnar, Warner Bros, birti nýjar ljósmyndir úr myndinni í dag.

Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og fjallar um leyniskyttuna Chris Kyle sem hefur drepið yfir 150 manneskjur, sem er það mesta í sögu bandaríska hersins.

Í myndinni fáum við innsýn í líf Kyle, í túlkun leikarans Bradley Cooper, og maður fær að kynnast hverskonar ákvörðunum hann hefur þurft að standa frammi fyrir á ferli sínum sem sérsveitarmaður.

Hér að neðan má sjá myndirnar.

N07A6557.dng TA3A5741.DNG