Aldrei of gamall til að breyta rétt

Í stuttu máli er „The Mule“ hin fínasta mynd sem þolir þó illa nærskoðun en aldraður Eastwood stendur fyrir sínu. Earl Stone (Clint Eastwood) er tæplega níræður garðyrkjufræðingur sem ávallt tók starf sitt mjög alvarlega á kostnað gæðasamskipta við fjölskyldu sína. Þegar harðnar í ári hjá honum og hann stendur frammi fyrir gjaldþroti býðst honum […]

Ævisaga nr. 3 hjá Eastwood

Það er engan bilbug að finna á hinum 86 ára gamla kvikmyndaleikstjóra Clint Eastwood. Eins og flestir ættu að vita leikstýrði hann Sully sem er í bíó nú sem stendur, og Empire kvikmyndaritið segir nú frá því að hann sé búinn að skrifa undir samning um að leikstýra myndinni Impossible Odds, eftir handriti Brian Helgeland. Þetta […]

Tíu mest spennandi myndir haustsins

The Guardian hefur tekið saman lista yfir fjörutíu áhugaverðustu kvikmyndirnar sem koma út í Bretlandi í haust. Hér er listi yfir tíu myndir á listanum, sem ljóst er að margir geta ekki beðið eftir að sjá: Bridget Jones´s Baby Bridget snýr aftur 12 árum eftir að framhaldsmyndin Bridget Jones: The Edge of Reason kom út. Bridget […]

Sully tekur flugið í september

Sully, nýjasta mynd leikstjórans Clint Eastwood, með Tom Hanks í titilhlutverkinu, hefur fengið frumsýningardag. Myndin, sem er ævisöguleg og fjallar um flugstjórann Chesley „Sully“ Sullenberger, verður frumsýnd 9. september 2016. Í myndinni verður fjallað um hið einstaka afrek þegar flugvélin með Sullenberger við stýrið, missti afl, eftir að hafa fengið fugla í hreyflana, árið 2009 nokkrum […]

Hetjudáð Sullenberger í Eastwood mynd

Clint Eastwood hefur verið ráðinn til að leikstýra mynd sem ekki hefur enn fengið nafn, um líf flugstjórans Chesley „Sully“ Sullenberger, sem varð hetja eftir að honum tókst að lenda farþegaþotu á Hudson ánni í New York, og bjarga þar með lífi allra farþeganna. Todd Komarnicki skrifar handritið og byggir það á bókinni Highest Duty: My Search […]

Skyttan skotheld í fyrsta sæti

Clint Eastwood myndin American Sniper  heldur sigurgöngu sinni áfram í miðasölunni í bandarískum kvikmyndahúsum, en myndin þénaði einar 18,3 milljónir Bandaríkjadala í gær, föstudag. Þessi saga um afkastamestu leyniskyttu Bandaríkjanna sem kemur aftur til heimalandsins breyttur maður, mun líklega þéna 60 milljónir dala yfir helgina alla. Myndin, sem gerist í Íraksstríðinu, og er með Bradley Cooper […]

Ný mynd frá Eastwood frumsýnd

Nýjasta mynd leikstjórans Clint Eastwood, American Sniper, verður frumsýnd föstudaginn 16. janúar. Myndin fjallar um sanna sögu bandaríska hermannsins og leyniskyttunnar Chris Kyle sem staðfest er að hafi komið að minnsta kosti 160 óvinum í Írak fyrir kattarnef og þurfti oft að taka erfiðar ákvarðanir. Myndin hefur hlotið nánast einróma lof gagnrýnenda. Það er Bradley Cooper sem leikur Kyle […]

Nýjar myndir úr American Sniper

Nýjasta kvikmynd Clint Eastwood, American Sniper, verður frumsýnd á næsta ári. Framleiðslufyrirtæki myndarinnar, Warner Bros, birti nýjar ljósmyndir úr myndinni í dag. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og fjallar um leyniskyttuna Chris Kyle sem hefur drepið yfir 150 manneskjur, sem er það mesta í sögu bandaríska hersins. Í myndinni fáum við innsýn í líf Kyle, í túlkun […]

American Sniper stikla – Cooper miðar á dreng

Fyrsta stiklan er komin út fyrir nýjustu mynd Clint Eastwood, American Sniper, og það er óhætt að segja að hún sendi kaldan hroll niður bakið á manni. Í stiklunni fáum við innsýn í aðalpersónu myndarinnar, Chris Kyle, í túlkun Bradley Cooper, afkastamestu leyniskyttu í sögu Bandaríkjanna, og maður fær að kynnast hverskonar ákvörðunum hann hefur […]

Jersey Boys frumsýnd á föstudag

Föstudaginn 8. ágúst verður nýjasta mynd Clint Eastwood frumsýnd hér á landi. Um er að ræða myndina Jersey Boys, en hún er um hljómsveitina The Four Seasons og er byggð á samnefndum söngleik sem var frumsýndur árið 2005 á Broadway og hefur hlotið m.a. fern Tony verðlaun. Síðan þá hefur leiksýningin farið sigurför um heiminn […]

Fyrsta stiklan úr nýjustu mynd Clint Eastwood

Fyrsta stiklan úr nýjustu mynd Clint Eastwood, Jersey Boys, var opinberuð rétt í þessu. Myndin fjallar um stofnun, uppgang og að lokum lok samstarfs rokkgrúppunnar The Four Seasons á sjöunda áratug síðustu aldar. Þeir John Lloyd Young, Erich Bergen, Vincent Piazza og Michael Lomenda fara með aðalhlutverkin. En þeir hafa áður sungið lög The Four Seasons í uppsetningu á Broadway. […]

Eastwood giftist bróður Hill

Kvikmyndaleikararnir Clint Eastwood og Jonah Hill eru nú nánast orðnir hluti af sömu fjölskyldunni. Dóttir Eastwood, Francesca Eastwood, sem leikarinn á með Frances Fisher, giftist bróður Jonah Hill, Jordan Feldstein, nú um helgina, samkvæmt frétt People tímaritsins.  Athöfnin var leynileg, og fór fram í Las Vegas. Samkvæmt tímaritinu var gefið út brúðkaupsvottorð fyrir parið, Eastwood […]

Affleck og Eastwood fá frumsýningardaga

Clint Eastwood myndin Jersey Boys kemur í bíó 20. júní 2014 og Live By Night, næsta mynd sem Ben Affleck skrifar og leikstýrir, verður frumsýnd á Jóladag, 2015. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Warner Bros kvikmyndaverinu. Síðasta mynd Affleck, Argo, fékk Óskarsverðlaunin sem besta mynd ársins. Auk þess að skrifa og leikstýra þá bæði […]

Afhverju fékk Eastwood frjálsar hendur?

Í bókinni “Double Down: Game Change 2012,”  eftir Mark Halperin og John Heilemann er fjallað um eitt og annað varðandi forsetaframboð repúblikanans Mitt Romney árið 2012, og meðal annars er þar velt upp spurningunni afhverju kvikmyndagoðsögnin Clint Eastwood, þá 82 ára, fékk frjálsar hendur til að segja hvað sem hann vildi á lokakvöldi landsþings flokksins. Eins […]

Fimm fréttir – Eastwood skilinn, Scarlett trúlofuð

Scarlett Johansson, 28 ára, hefur trúlofast blaðamanninum Romain Dauriac. „Þau eru trúlofuð og mjög hamingjusöm,“ segir aðili þeim nákominn við People. Dauriac bað Johansson fyrir mánuði síðan. Hringurinn er gamaldags í Art Deco stíl. Kate Bosworth, 30 ára, giftist Michael Polish, 42 ára, á búgarði í Philipsburg, Montana, 31. ágúst sl. Athöfnin fór fram utandyra. […]

Eastwood skoðar leyniskyttu

Eftir að Steven Spielberg gekk úr skaftinu og hætti við að leikstýra myndinni American Sniper, hefur Warner Bros leitað að nýjum leikstjóra fyrir myndina. Nú er þeirri leit hugsanlega lokið en fyrirtækið á nú í viðræðum við sjálfan Clint Eastwood um að leikstýra myndinni. American Sniper er ævisöguleg mynd með Bradley Cooper í hlutverki sérsveitarmanns […]

Unforgiven verður Samuræjamynd – Ný stikla

Í september nk. er von á japanskri endurgerð á Óskarsverðlaunavestranum Unforgiven sem Clint Eastwood leikstýrði upphaflega. Endurgerðina gerir leikstjórinn Lee Sang-il og aðalhlutverkið leikur  hinn þekkti japanski leikari Ken Watanabe, sem var tilnefndur til Óskarsverðlauna árið 2003, fyrir leik sinn í myndinni The Last Samurai. Nú er komin stikla í fullri lengd fyrir myndina, sem hægt […]

Eastwood ekkert á þeim buxunum að hætta

Þrátt fyrir að lifandi goðsögnin Clint Eastwood verði 83 ára gamall í næsta mánuði þá er hann ekkert á þeim buxunum að hætta að leikstýra kvikmyndum. Eastwood hætti þó opinberlega að leika í kvikmyndum árið 2008. Sú ákvörðun var ekki lengi að snúast við, því Eastwood snéri aftur á hvíta tjaldið í kvikmyndinni Trouble With […]

Ríðandi förumaður á Svörtum sunnudegi

Þeir félagar Hugleikur Dagsson, Sigurjón Kjartansson og Sjón halda áfram vikulegum sýningum sínum á költ- og klassík myndum undir nafninu Svartir sunnudagar í Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík. Að þessu sinni er það sjálfur Clint Eastwood sem mætir til leiks í einum magnaðasta vestra sem gerður hefur verið, eins og honum er lýst í tilkynningu […]

Clint vill Obama burt

Óskarsverðlaunahafinn, leikstjórinn og leikarinn 82 ára Clint Eastwood lætur ekki sitt eftir liggja í pólitíkinni, en hann er eindreginn andstæðingur Barrack Obama Bandaríkjaforseta og demókrataflokksins í Bandaríkjunum, og fylgismaður Mitt Romneys, forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins.  Frægt er orðið þegar hann talaði við tóman stól á landsfundi Repúblikanaflokksins, í 15 mínútur, en stóllinn átti að tákna Barrack Obama. […]

Eastwood missir Beyoncé úr endurgerð

Bandaríski leikarinn, leikstjórinn og tvöfaldi Óskarsverðlaunahafinn Clint Eastwood þarf nú að fara á stúfana og leita sér að nýrri aðalleikonu í endurgerðina af A Star is Born, sem hann er nú með í undirbúningi, eftir að söng- og leikkonan Beyoncé tilkynnti að hún væri hætt við að leika í myndinni. „Ég hlakkaði til að leika […]

Warner Bros. fagna 90 ára afmælinu

Reyndar ekki fyrr en þann 4. apríl á næsta ári, en fyrirtækið er þó að gíra sig upp fyrir hátíðarhöldin með því að gefa út áætlun þeirra yfir útgáfu mynda sinna á DVD og Blu-ray út árið 2013. Hún er stútfull af myndum sem hafa aldrei áður verið séðar á Blu-ray, gríðarstórum samansöfnum og afmælisútgáfum. […]

Eastwood hleypir aðstoðarmanninum að

Kvikmyndin Trouble With the Curve er nýjasta mynd Clints Eastwood sem leikstýrir þó ekki í þetta sinn heldur lætur samstarfsleikstjóra sinn til margra ára um verkið. Samstarfsleikstjórinn heitir Robert Lorenz og er Trouble With the Curve fyrsta myndin sem hann leikstýrir upp á eigin spýtur eftir að hafa starfað um árabil sem „Second Unit Director“ við […]

Clint Eastwood að leika aftur?

Það þarf ekki að kynna Clint Eastwood fyrir neinum, enda er hann ein af goðsögnum Hollywood og hefur gengið jafn vel sem leikstjóri og leikari, jafnvel betur. Árið 2008 lék hann í myndinni Gran Torino, sem hann leikstýrði einnig, og tilkynnti að þetta yrði líklega síðasta skiptið sem hann myndi leika í kvikmynd. Eins og […]

Nýr trailer: J. Edgar

Clint Eastwood lætur aldurinn alls ekki stöðva sig frá því að gera að minnsta kosti eina bíómynd á ári (og oftar en ekki erum við að ræða um svokallaðar Óskarsbeitur) og í þetta sinn erum við að ræða um J. Edgar Hoover, sem leikinn er af Leonardo DiCaprio. J. Edgar Hoover spilaði stóran þátt þegar […]

Vaughn heldur sig við ofurhetjur

Leikstjóranum Matthew Vaughn finnst greinilega ansi gaman af ofurhetjum, en næsta verkefnið sem hann mun taka að sér er myndin Golden Age. Vaughn, sem leikstýrði Kick-Ass og hinni væntanlegu X-Men: First Class, hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn á samnefndri myndasögu eftir spjallþáttastjórnandann Jonathan Ross, en myndasagan hefur ekki enn verið gefin út. Golden Age fjallar um […]

Klovn langvinsælust á Íslandi – True Grit á toppinn í USA

Klovn: The Movie fer greinilega vel ofan í Íslendinga, því aðra helgina í röð er hún vinsælust í bíóum hér á landi. Fékk hún tæpa 7.000 áhorfendur í bíó um helgina og er þegar komin í tæpa 20.000 áhorfendur á aðeins rúmlega viku. Stóð hún af sér ásókn þriggja nýrra mynda, en The Tourist og […]

Skyggnilýsing á styrktarsýningu í Sambíóunum Egilshöll

Sambíóin ásamt Þórhalli miðli og Stöð 2 standa fyrir fjáröflunarsýningu fimmtudaginn 6. janúar nk. í Sambíóunum Egilshöll til styrktar Sjónarhóli – ráðgjafarmiðstöð fyrir foreldra barna með sérþarfir. Í fréttatilkynningu frá SAM bíóunum segir að miðaverð sé 1.500 kr og rennur allur ágóði sýningarinnar til Sjónarhóls en hægt er að kaupa miða á heimasíðu Sambíóanna sem […]