Nýr trailer: J. Edgar

Clint Eastwood lætur aldurinn alls ekki stöðva sig frá því að gera að minnsta kosti eina bíómynd á ári (og oftar en ekki erum við að ræða um svokallaðar Óskarsbeitur) og í þetta sinn erum við að ræða um J. Edgar Hoover, sem leikinn er af Leonardo DiCaprio.

J. Edgar Hoover spilaði stóran þátt þegar FBI var stofnað árið 1935 og stjórnaði stofnuninni til ársins 1972. Hann var hins vegar mjög umdeildur maður og gagnrýndur fyrir harðræði. Þá gengu sögusagnir um að hann væri klæðskiptingur og einnig skápahommi.

Þið getið séð sýnishornið hér fyrir neðan. Myndin er væntanleg í vetur.