Bassadrunan virkar alltaf

Bwooooom! Þennan sama drynjandi bassa er ekki að finna í hverri einustu stiklu sem gerð er í Hollwood. Til dæmis er hann ekki í Beauty and the Beast stiklunni, en hann má heyra í flestum öðrum, að því er virðist! Hann er í John Wick: Chapter 2 stiklunni, Power Rangers og jafnvel í dramanu Zookeeper’s Wife. Þessi bassa […]

Fyrsta sýnishornið úr The Expendables 3

Fyrsta sýnishornið úr þriðju The Expendables myndinni var frumsýnd á vefsíðunni Yahoo rétt í þessu. Í sýnishorninu má sjá mikinn hasar eins og búist var við, en einnig eru vísbendingar að þetta sé síðasta myndin í þessari vinsælu kvikmyndaseríu. The Expendables 3 er líkt og fyrri myndirnar stjörnum prýdd og á meðal leikara eru þeir […]

Ný stikla úr Transformers: Age of Extinction

Nýjasta stiklan úr Transformers: Age of Extinction hefur verið opinberuð. Kvikmyndin skartar Mark Wahlberg í aðalhlutverki og má búast við miklum hasar og tæknibrellum ef marka má fyrri myndir. Þessi fjórða Transformers mynd segir frá kraftmiklum hópi snjallra athafna – og vísindamanna sem ætla að reyna að draga lærdóm af fyrri árásum utan úr geimnum […]

„Tölvuleikir verða stærri en fótbolti eftir 10 ár“

Tölvuleikjaheimurinn stækkar og stækkar með hverju árinu sem líður. Í sumum löndum eru þeir sem þykja hvað bestir í sportinu oft metnir á við fótboltastjörnur. Fólk fyllir heilu íþróttasalina til þessa eins að bera goðin augum og minnir þetta oft á íþróttaviðburði. Stórfyrirtæki hafa þegar rankað við sér og séð gróða í að styrkja helstu […]

Fyrsta stikla úr Guardians of the Galaxy

Fyrsta stikla úr ofurhetjumyndinni Guardians of the Galaxy var sýnd í gærkvöldi í spjallþættinum Jimmy Kimmel Live á ABC-sjónvarpsstöðinni. Með aðalhlutverkin fara Zoe Saldana sem Gamora og Chris Pratt sem Star-Lord. Þeir Bradley Cooper, Dave Bautista og Vin Diesel tala svo allir fyrir persónur í myndinni. Í Guardians of the Galaxy sameinast hópur ofurhetja gegn utanaðkomandi ógn. Drax the Destroyer, tréð Groot, Star-Lord, […]

Fyrsta stikla úr The Purge: Anarchy

Fyrsta stikla úr framhaldsmyndinni The Purge: Anarchy hefur ratað á veraldarvefinn. Í stiklunni sjáum við hamingjusamt par á leiðinni heim þegar bíll þeirra verður bilaður á versta tíma ársins, því eftir nokkrar klukkustundir skellur lögleg glæpaalda á. Ef þú hefur ekki séð fyrri myndina þá er sögusviðið á þann veg að yfirvöld Bandaríkjanna gera glæpi löglega […]

Ný stikla úr Maleficent

Ný stikla er komin úr nýju Disney ævintýramyndinni Maleficent þar sem Angelina Jolie fer með titilhlutverkið, Malificent, hlutverk nornarinnar illu í ævintýrinu um Þyrnirós. Myndin er í þrívídd, og segir hliðarsögu úr ævintýrinu um Þyrnirós, söguna um nornina. Í stiklunni heyrum við lagið Once Upon A Dream í flutningi Lana Del Rey, á meðan Malificent setur m.a. […]

Styttist óðum í Game of Thrones

Það styttist óðum í fjórðu seríu Game of Thrones og fyrst núna geta aðdáendur andað léttar, því ný stikla hefur verið sýnd. Meðal atriða úr stiklunni má sjá frábæra senu með Joffrey og Jaime Lannister, þar sem hann útskýrir að hann geti ekki unnið stríð sem er ekki búið. Tyrion kemur einnig við sögu á […]

Ný stikla úr Machete Kills

Í nýjustu stiklu úr Machete Kills, í leikstjórn Robert Rodriguez, ræður hasarinn ríkjum og má m.a. sjá Sofia Vergara með túttubyssur, Charlie Sheen sem forseta Bandaríkjanna og Mel Gibson í vígarhug. Einnig má sjá Machete fleygja manni í átt að þyrlu og í öðru atriði leiðir hann rafmagn í gegnum líkamann sinn á meðan hann […]

Fyrsta stikla úr kvikmyndinni um Wikileaks

Breski leikarinn Benedict Cumberbatch hefur skotist hratt upp á stjörnuhiminninn og virðist fá öll bestu hlutverkin í Hollywood þessa dagana. Nýjasta hlutverk hans er í kvikmyndinni The Fifth Estate, þar sem hann fer með hlutverk stofnanda Wikileaks, Julian Assange. Fyrsta stiklan úr The Fifth Estate minnir óneitanlega á The Social Network. Munurinn er að sjálfsögðu sá […]

Morðóða brúðan snýr aftur

Fyrir mörgum árum var geðsjúkur morðingi að nafni Charles „Chucky“ Lee Ray skotinn niður af lögreglunni í leikfangabúð þangað sem hann hafði leitað skjóls. Áður en hann gaf upp öndina fór hann með gamla særingarþulu sem gerði hann eilífan og færði sál hans í annan líkama. Þessi sál færðist nefnilega yfir í brúðu sem hefur gengið […]

Fyrsta sýnishorn úr öðrum hluta The Hobbit opinberað

Tolkien aðdáendur víða um fagna því að fyrsta sýnishorn úr The Hobbit: The Desolation of Smaug var opinberað á Facebook síðu leikstjórans Peter Jackson rétt í þessu og má nú sjá það hér fyrir neðan. The Desolation of Smaug er annar hluti af þremum en sá fyrri ber nafnið An Unexpected Journey. Kvikmyndinni er beðið með mikilli eftirvæntingu enda naut […]

Hugh Jackman rænir barnaræningja í nýrri stiklu

Kvikmyndin Prisoners fjallar mann í Boston sem rænir manneskjunni sem hann grunar að standi á bakvið hvarf ungrar dóttur sinnar og bestu vinkonu hennar. Hugh Jackman leikur föður stelpunar sem var rænt og Jake Gyllenhaal leikur rannsóknarlögreglumann sem leitar að stúlkuni, en þarf einnig að takast á við föðurinn, sem vill meina að lögreglumaðurinn leggi ekki […]

Kvikmyndahús vilja styttri sýnishorn úr kvikmyndum

Alþjóðlega samband kvikmyndahúsaeigenda í Bandaríkjunum vill að kvikmyndaver stytti sýnishorn (e. trailer) úr kvikmyndum niður í tvær mínútur. Kvikmyndahúsin vilja stytta tíma sýnishorna til þess að sporna við því að viðstaddir sjái of mikið úr væntanlegum kvikmyndum, og má taka til dæmi gamanmyndir sem sýna oft á tíðum alla bestu brandarana í sýnishornunum, spennumyndir sem […]

Allt í húfi í nýrri stiklu fyrir Man of Steel

Aðdáendur Supermans ráða sér vart fyrir kæti en út er komin ný stikla fyrir myndina Man of Steel sem verður frumsýnd í sumar. Myndin er í leikstjórn Zack Snyder sem hefur fært okkur myndir á borð við 300 og Watchmen. Aðalframleiðandi Man of Steel er Christopher nokkur Nolan en hann á einmitt heiðurinn að þríleiknum um […]

Wolverine býðst dauðlegt líf í nýrri stiklu

Önnur stikla úr Marvel ofurhetjumyndinni The Wolverine er nú komin á netið. The Wolverine er með  ástralska leikaranum Hugh Jackman í titilhlutverkinu, hlutverki The Wolverine, og leikstjóri er James Mangold. Myndin er byggð á vinsælum teiknimyndasögum og fjallar um Wolverine, sem er einn þekktasti meðlimur hinna svokölluðu X-Men, og ævintýri hans í Japan. Þar þarf hann að takast á við […]

Fyrsta stikla úr Ender's Game

Fyrsta stikla úr framtíðarmyndinni Ender’s Game hefur loksins verið sett á netið. Framleiðendur myndarinnar frumsýndu stikluna á CinemaCon hátíðinni á dögunum við mikla hrifningu gesta og gangandi. Enders’s Game fjallar í stuttu máli um rólyndan en snjallan dreng sem er þjálfaður til þess að verja mannkynið gegn geimverustofni sem ætlar að útrýma mannkyninu. Ender’s Game […]

Hopkins skoplegur í Red 2 – Ný stikla

Önnur stikla fyrir gaman-spennumyndina Red 2 er komin út, en myndin er framhald hinnar stórskemmtilegu Red frá árinu 2010 sem fjallaði um leyniþjónustufólk sem komið var á eftirlaun, en sogast aftur inn í bransann. Miðað við það sem sjá má í stiklunni fáum við hér meira af því sama og var í gangi í fyrri myndinni. Anthony Hopkins […]

Thor biður Loka um hjálp – fyrsta stiklan!

Marvel hafa verið gífurlega duglegir að punga út kvikmyndum um ofurhetjur síðastliðin ár. Frumsýning Iron Man 3 er handan við hornið, en þeir láta sér það ekki nægja og minna á sig með fyrstu stiklu úr framhaldinu af norræna goðinu Thor. Thor snýr aftur til jarðríkis til þess að ná í sína heittelskuðu og tekur […]

Superman í varðhaldi í nýrri stiklu

Nýverið sýndum við myndbrot þar sem hershöfðinginn Zod hótaði jarðarbúum þjáningu ef Superman gæfi sig ekki fram til hans. Framleiðendur Man of Steel hafa tekið upp á samskonar uppátækjum til þess að láta vita af myndinni og má þar nefna stór villandi auglýsingaskilti sem sýndu dularfull skilaboð. Þessar kitlur og stiklunar tvær sem hafa verið sýndar hafa gert aðdáendur […]

Leikstjóri 'Saw' með nýja hryllingsmynd – STIKLA

James Wan er talinn vera einn af meisturum hrollvekjunnar í nútímaformi og síðasta mynd hans Insidious hræddi líftóruna úr fólki um allan heim. Wan er hvað þekktastur fyrir hroll- og spennumyndina Saw sem varð gríðarlega vinsæl og hafa verið gerðar nokkrar myndir um Jigsaw og pyntingaraðferðir hans. Nú hefur verið sýnd ný stikla úr nýjustu […]

Meiri DiCaprio og Jonah Hill í Django stiklu

Glænýr trailer er kominn fyrir nýjustu mynd Quentin Tarantino, Django Unchained. Í trailernum eru nokkur ný atriði, og maður sér meira af Leonardo DiCaprio og Samuel L. Jackson en í þeim sem kom í sumar ( og sjá má með því að smella hér ), auk þess sem Jonah Hill bregður fyrir í stiklunni. Myndin […]

Wreck-It Ralph leiður á lífinu – Trailer og leikur

Glænýr trailer fyrir teiknimyndina Wreck-It Ralph er kominn út, og þú getur horft á hann hér að neðan. Fyrir þá sem ekki kannast nú þegar við Wreck-It Ralph, þá fjallar myndin um tölvuleikjapersónuna Wreck-It Ralph, sem er orðinn hundleiður á því að vera sí og æ að gera nákvæmlega sömu hlutina, í hlutverki vonda kallsins […]

Wahlberg vingast við orðljótan bangsa

Í fyrra var það Paul, núna í ár er það Ted. Myndirnar eru svosem ekkert tengdar, fyrir utan það að vera báðar gamanmyndir, framleiddar af Universal og ganga út á það að frægir leikarar spinna alls kyns grín á móti lítilli, tölvugerðri, fantasíukenndri persónu sem blótar, reykir gras og sýnir alls konar greddulegar hegðanir. Fyrir […]

Ný Avengers-stikla bjargar deginum!

Það er styttra í páskana en mann grunar, og það þýðir einnig að það sé styttra í smekkfullt bíósumar þar sem opnunarmyndin er ekki nema stærsta Marvel-ofurhetjumynd sem hefur verið gerð (hugsanlega stærsta ofurhetjumyndin, punktur!). Joss Whedon og hans ljúfa markaðsteymi hefur verið duglegt að auka spennufiðringinn í þessari viku. Í gær kom glænýtt plakat, […]

Nýi Spider-Man lúkkar aðeins betur

Oft þegar fólk talar um heitustu stórmyndir sumarsins, þá á það til að gleyma The Amazing Spider-Man. Það er pínu skrítið, þar sem Kóngulóarmaðurinn er varla óþekktari ofurhetja heldur en sjálfur Batman t.d. En augljóslega segir þetta bara að enn er svolítil skítalykt af þessu vörumerki, þökk sé Spider-Man 3, sem kom út árið 2007. […]

Stooges-stiklan vekur upp kjánahroll

Einu sinni var sú tíð að fólk var ofsalega spennt fyrir nýrri mynd frá Farrelly-bræðrum, en þeir, fyrir þá sem ekki vita, stóðu á bakvið Dumb & Dumber, Kingpin, There’s Something About Mary og Shallow Hal svo eitthvað sé nefnt. Flestir gagnrýnendur – og sennilega margir áhorfendur – hafa sagt að þessir gamanleikstjórar séu löngu búnir […]

Nýja JC stiklan lofar rándýrri mynd

Það eru skemmtilegir tímar framundan fyrir nokkra af bestu Pixar-leikstjórunum. Brad Bird (The Incredibles, Ratatouille) frumsýnir fjórðu Mission: Impossible-myndina eftir nokkrar vikur og Andrew Stanton (Finding Nemo, Wall-E) er væntanlegur með 250 milljón dollara Disney-sprengju sem ber heitið John Carter. Í gær fengum við að sjá glænýtt plakat og núna er komin stikla sem sýnir talsvert […]

Ný stikla: The Muppets

Það styttist í að Prúðuleikararnir fá að kitla hláturtaugar nýrra aðdáenda sem og þeirra gömlu, en í dag kom út síðasta stiklan fyrir myndina. Hingað til höfum við fengið skopstælingar af öðrum stiklum fyrir kvikmyndir á borð við The Girl With The Dragon Tattoo, Green Lantern og The Hangover; en þessi ákveðna stikla sýnir meira […]

Mennska margfætlan 2 fær stiklu

Trailerinn sem ábyggilega margir hafa beðið eftir er kominn í hús, og það er fyrir hina væntanlega umdeildu The Human Centipede II (Full Sequence). Myndin er framhald einnar umtöluðustu og sjúkustu myndar undanfarinna ára og þykir þessi ganga það langt að breska kvikmyndaeftirlitið ákvað að neita henni aldursstimpil og banna dreifingu hennar. Söguþráðurinn er vægast […]