Ný Avengers-stikla bjargar deginum!

Það er styttra í páskana en mann grunar, og það þýðir einnig að það sé styttra í smekkfullt bíósumar þar sem opnunarmyndin er ekki nema stærsta Marvel-ofurhetjumynd sem hefur verið gerð (hugsanlega stærsta ofurhetjumyndin, punktur!).

Joss Whedon og hans ljúfa markaðsteymi hefur verið duglegt að auka spennufiðringinn í þessari viku. Í gær kom glænýtt plakat, og núna fáum við glænýja stiklu, sem að sjálfsögðu sýnir að fleiri brelluskot eru fullkláruð og þar af leiðandi fáum við að sjá meira af fjörinu sem mun vonandi gleðja eyrun og augun í lokasprettinum.

Hér er stiklan umrædda. Segið hvort þið séuð spenntari eða ekki.


Svo hlýtur fljótlega að fara að detta inn nýr Batman-trailer.