Fyrsta stikla úr Ender's Game

Fyrsta stikla úr framtíðarmyndinni Ender’s Game hefur loksins verið sett á netið. Framleiðendur myndarinnar frumsýndu stikluna á CinemaCon hátíðinni á dögunum við mikla hrifningu gesta og gangandi.

Enders’s Game fjallar í stuttu máli um rólyndan en snjallan dreng sem er þjálfaður til þess að verja mannkynið gegn geimverustofni sem ætlar að útrýma mannkyninu.

Ender’s Game verður frumsýnd á Íslandi þann 1. nóvember næstkomandi. Með aðalhlutverk fara Harrison Ford, Ben Kingsley og Asa Butterfield.

,,Þeir vita áætlanir okkar, þeir hafa lært alla veikleika okkar. Geimveruáras tortýmdi okkur næstum því. Það má aldrei gerast aftur.“ – Harrison Ford