Allt í húfi í nýrri stiklu fyrir Man of Steel

l_770828_66e34875Aðdáendur Supermans ráða sér vart fyrir kæti en út er komin ný stikla fyrir myndina Man of Steel sem verður frumsýnd í sumar.

Myndin er í leikstjórn Zack Snyder sem hefur fært okkur myndir á borð við 300 og Watchmen. Aðalframleiðandi Man of Steel er Christopher nokkur Nolan en hann á einmitt heiðurinn að þríleiknum um Leðurblökumanninn sem nýlega náði hápunkti sínum með kvikmyndinni The Dark Knight Rises.

Henry Cavill leikur ofurmennið sjálft og með önnur hlutverk fara Russell Crowe, Amy Adams, Diane Lane, Kevin Costner, Michael Shannon, Ayelet Zurer, Antje Traue, Richard Schiff og Christopher Meloni

Man of Steel verður frumsýnd þann 14. júní næstkomandi.