Fyrsta stiklan úr nýjustu mynd Clint Eastwood

jerseyboysFyrsta stiklan úr nýjustu mynd Clint Eastwood, Jersey Boys, var opinberuð rétt í þessu. Myndin fjallar um stofnun, uppgang og að lokum lok samstarfs rokkgrúppunnar The Four Seasons á sjöunda áratug síðustu aldar.

Þeir John Lloyd Young, Erich Bergen, Vincent Piazza og Michael Lomenda fara með aðalhlutverkin. En þeir hafa áður sungið lög The Four Seasons í uppsetningu á Broadway.

Christopher Walken fer einnig með þýðingarmikið hlutverk í myndinni, nánar tiltekið hlutverk mafíósans Angelo ‘Gyp’ DeCarlo.

Jersey Boys verður frumsýnd þann 20. júní næstkomandi. Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr myndinni.