Ný mynd frá Eastwood frumsýnd

308555id1i_TheJudge_FinalRated_27x40_1Sheet.inddNýjasta mynd leikstjórans Clint Eastwood, American Sniper, verður frumsýnd föstudaginn 16. janúar. Myndin fjallar um sanna sögu bandaríska hermannsins og leyniskyttunnar Chris Kyle sem staðfest er að hafi komið að minnsta kosti 160 óvinum í Írak fyrir kattarnef og þurfti oft að taka erfiðar ákvarðanir. Myndin hefur hlotið nánast einróma lof gagnrýnenda.

Það er Bradley Cooper sem leikur Kyle í myndinni og þeir sem vilja fá forsmekkinn að því sem koma skal er bent á að skoða stikluna hér að neðan. Hún er óvenjuleg að því leyti að hún er bara eitt atriði úr myndinni, en það atriði sýnir vel um hvað starf Kyles í hernum snerist og hvaða ákvarðanir honum var falið að taka dags daglega.

American Sniper verður sýnd í Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Ísafjarðarbíó, Selfossbíó og Bíóhöllinni á Akranesi.