Fyrsta myndin úr Guardians of the Galaxy

Leikstjórinn James Gunn hefur deilt á Twitter  fyrstu ljósmyndinni úr Guardians of the Galaxy sem er væntanleg í bíó 1. ágúst vestanhafs.

galaxy

Með aðalhlutverkin fara Zoe Saldana sem Gamora og Chris Pratt sem Star-Lord. Þeir Bradley Cooper, Dave Bautista og Vin Diesel tala svo allir fyrir persónur í myndinni.

Framleiðandinn Marvel lýsir Guardians of the Galaxy sem epísku hasarævintýri en myndin er byggð á samnefndum teiknimyndasögum.