Lawrence og Cooper saman á ný

Jennifer Lawrence hlaut eftirminnilega Óskarsverðlaun um helgina fyrir aðalhlutverk í The Silver Linings Playbook og mótleikari hennar Bradley Cooper fékk einnig tilnefningu.

Þau leiða saman hesta sína á ný í nýjustu kvikmynd Susanne Bier sem fjallar um Pemberton timburstórveldið á fyrri hluta síðustu aldar. Cooper og Lawrence leika hjónin George og Serenu Pemberton og kemur babb í bátinn þegar persóna Lawrence getur ekki eignast barn og hafa þau því engan erfingja fyrir timburverksmiðjuna.

Með önnur hlutverk fara Rhys IfansToby Jones og Sean Harris.

Kvikmyndin hefur fengið nafnið Serena og er áætlað að hún fari í kvikmyndahús næsta haust.