Lawrence og Cooper leiða saman hesta sína á ný

Fyrsta stiklan úr nýjustu kvikmynd Susanne Bier hefur verið opinberuð. Jennifer Lawrence og Bradley Cooper leiða saman hesta sína í þriðja sinn í dramamyndinni Serena sem fjallar um Pemberton timburstórveldið á fyrri hluta síðustu aldar.

foto-jennifer-lawrence-en-serena-849

Lawrence og Cooper hafa áður leikið saman í myndunum Silver Linings Playbook og American Hustle, sem báðar voru leikstýrðar af David O. Russell. Að þessu sinni fara þau með hlutverk George og Serenu Pemberton og kemur babb í bátinn þegar persóna Lawrence getur ekki eignast barn og hafa þau því engan erfingja fyrir timburverksmiðjuna.

Serena verður frumsýnd vestanhafs þann 24. október. Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr myndinni.